Æskan - 01.01.1969, Qupperneq 32
Haukur Morthens og hljómsveit. Talið frá hægri: Guðni Guðmundsson, orgel og píanó,
Eyþór Þorláksson, gítar, Haukur Morthens söngvari, Guðmundur Steingrímsson, tromm-
ur. — Nýlega kom 14 laga hljómplata með hljómsveit og kór, þar sem Haukur syngur
m. a. Eins og fuglinn frjáls.
Loks hefur hinn vinsæli söngvari, Hauk-
ur Morthens, kvatt sér hljóðs á hljómplötu-
markaðinum eftir nokkra fjarveru. Rúmlega
tuttugu ára frægðarferill hans á sér enga
hliðstæðu í hljómlistarlífi okkar íslendinga.
Langt er nú umliðið síðan Haukur söng inn
á sína fyrstu (hljóm) plötu. Á þessari nýju
plötu Hauks, sem út kom í nóvember s.l.,
eru 14 lög, meiri hluti þeirra eru íslenzk,
en þá má sérstaklega þakka Hauki fyrir
það, að hann hefur ávallt kappkostað að
flytja sem mest af íslenzkum lögum á
hljómplötum sínum. Söngur Hauks á þess-
ari nýju hljómplötu er ákaflega heilsteyptur
og vandaður í hvívetna. Undirleik annast
hljómsveit Hauks, með aðstoð frá dönsk-
um trommara og bassaleikara, en útsetn-
ingu á öllum lögunum annaðist Eyþór Þor-
láksson. — Frægasta lag þessarar plötu
mun vera danska lagið „Lille sommerfugl",
sem hefur hlotið nafnið „Eins og fuglinn
frjáls“. Tvö lög eru eftir Jónas Jónasson,
„Bátarnir á firðinum" og „Hitti ég vin
minn.“ Þá má nefna lögin „Til eru fræ,“
„Horfðu á mánann", „Ég lítil til baka“, „Við
gluggann", „Hvar ertu“, „Gleym mér ei“,
„Rósamunda", „Glatt á hjalla“, „Hjalað við
strengi“ og „Copenhagen". Haukur kveð-
ur á plötunni með lagi eftir sjálfan sig,
sem platan dregur nafn af, „Með beztu
kveðju".
EINS OG FUGLINN FRJALS
(Lille Sommerfugl)
Texti: LOFTUR GUÐMUNDSSON
G C
Fríða litla, Fríða,
D7 G
fimmtán vetra mær.
am D7
Iða’ af æskufjöri
G
augun blíð og skær.
c
Ahyggjur og amstur
D7 G
óðar burtu hlær,
A7 D
Fríða litla, Fríða,
A7 D
fimmtán vetra mær.
D7 G
Eins og fuglinn frjáls,
C am
eins og fuglinn frjáls,
D7 G
fljúgðu hátt, hvar sem von þér velur stig.
G
Eins og fuglinn frjáls,
C am
eins og fuglinn frjáls,
D7 G
litla Fríða, ég öfunda þig.
G C
Fríða litla, Fríða,
D7 G
fimmtán vetra mær.
am D7
hví slær dagsins draumur
G
dul í augun skær?
c
Því er hlátur hljóður?
D7 G
Hugur löngum fjær?
A7 D
Fékkstu, litla Fríða,
A7 D
lyrstan koss í gær?
D7 G
Eins og fuglinn frjáls,
C am
eins og fuglinn frjáls,
D7 G
fljúgðu hátt, hvar sem von þér vegi fann.
G
Eins og fuglinn frjáls,
C am
eins og fuglinn frjáls,
D7 G-C-G
litla Fríða, ég öfunda hann.
Ath. — Ef ykkur finnst óþægilegt að syngja lagið í
í G-dúr, getið þið fært það yfir f C-dúr. Þá munið þið
auðvitað, að G verður C, C = F, D7 = G7, am = dm,
A7 = D7 og D verður G. lngibjörg.
Á blaðsíðu 33 er STAFRÓFIÐ með gítargripum.