Æskan

Årgang

Æskan - 01.01.1969, Side 33

Æskan - 01.01.1969, Side 33
Nú þyldr kannski ílestuni sem mesta jólagamanið sé um garð gengið. Allir hafa fengið eitthvað í sinn hlut, gjafir og skemmtun. Flestir krakkar, að minnsta kosti þeir yngri, hafa farið á jólatrésfagn- að, dansað í kringum grænt tréð og séð jólasveininn. — Og allt hefur verið svo skemmtilegt. En •— gætum við ef lil vill hugsað okkur jólin einhvern veginn öðruvisi. Ekki hafa þau alltaf verið svona. Voru þessar skemmtanir og dans i kringum jólatréð í gamla daga? Voru jólasveinarnir svona i gamla daga? — Nei. Sannleikurinn er sá, að jólin voru allt öðruvísi í gamla daga. Jólin hennar mömmu og hans pahba voru ekki eins og okkar jól — að maður nú ekki tali um jól afa og mönnnu, þegar þau voru börn. Gamlar sögur geyma margt skemmti- legt um jólin. Sögur, sem segja frá þvi livernig fólk liélt jól. Þá fengu allir nóg að borða, eins og raunar núna. Þá bjó allt fólk í sveit á fslandi. Það var ekkert raf- magnsljós og dimmt í kringum bæina. Og í rökkrinu ímyndaði fólk sér að alls kyns verur færu á kreik. — Ekki sízt um jólin eða á gamlársltvöld. Þá var sú trú, að liuldufólk byggi í hól- um og liéldi mikla gleði með dansi og hljóðfæraslætti. En á nýársnótt fluttust álfar búferlum. Sumir trúðu því, að kýrnar Nýtt barnaleikrit: EINU SINNI ÁJÓLANÓTT i fjósinu fengju mál og segðu: „Mál er að mæla“. Þá ])ótti ekki vert að vera mikið að flækjast fyrir þeim i fjósinu, þvi þær slitu sig lausar af básunum og gengju lausar í fjósinu og létu stundum illa. Jólanóttin var full af vættum, margs kyns furðuveruin, sem sumar voru álitnar varasamar. Jólasveinarnir voru þá ekki slík hlessuð góðmenni og þeir eru liú. Þá stóð börnum hálfgerður heigur at' sveinun- um þeim, enda trúði fólk þvi, að þeir væru börnin hennar Grýlu og lieldur ófrýnilegir ásýndum. Og auðvitað voru þeir klæddir sam- kvæmt annarri tizku en nú. Þá voru þeir í vaðmálsbrókum, sokkum upp að linjám með stuttar skotthúfur. Ekki endilega rauðklæddir með sítt og fallegt skegg eins og nú tíðkast. Og Grýla móðir þeirra var óttaleg tröllkerling. Sumir trúðu því, að liún hefði mörg liöfuð. Aðrar sagnir lierma líka, að liún liafi haft liala, marga hala, og ógurleg eyru, sem löfðu langt niður á bringu. Nú túrir enginn á þessa Grýlu og flestir efast um að jólasveinarnir séu til. — En það er gaman að rifja upp gamla trú og við megum ekki gleyma þessum gömlu sögum, sem eru svo sérkennilegar. Einu sinni trúði fólk þeim kannski, rétt eins og við trúum því núna, að hægt sé að komast til tunglsins. Þess vegna var það að ungir leikarar, sem allir eru útskrifaðir úr Leiklistarskóla Leikfélags Reykjavíkur tóku sig til og sömdu leikrit um gömlu jólin, um gömlu jólasveinana, sem voru ekki bara góðir jólasveinar, um huldufólkið, um börnin Iiennar Grýlu, um dýrin, sem tala í fjós- inu um jólin og margt fleira i þeim dúr. Þessi hópur leikara kallar sig „Litla leikfélagið", og allir liafa leikendurnir eitt- hvað fengizt við að lcika áður, sumir í barnaleikritum hjá Leikfélaginu. — Um þetta efni, sem þau fjalla um, hefur Jó- hannes skáld úr líötlum samið mörg skemmtileg ljóð. Flestir krakkar kannast við litlu bókina „Jólin koma.“ Þarerumörg skemmlileg Ijóð eftir Jóliannes um jólin. Þessi Ijóð eru rauði þráðurinn í leikritinu. En að öðru leyti er það samið af leikurun- um sjálfum. Tjöldin liafa þeir lika gert sjálfir og búningana. í lciknum er auðvitað líka mikið af tónlist. Eru það ýmist göm- ul islenzk lög, eða lög, sem samin liafa verið fyrir leikinn. Þetta leikrit er nú sýnt í Tjarnarbæ og við vildum aðeins benda ykkur á sýningu þessara ungu leikara, ef ykkur langar til þess að sjá eittlivað um það, hverju börn- in trúðu i gamla daga — og — ef þið vild- uð lengja jólagamanið ofurlitið með góðri skemmtun. Lækningin Ilúna litla var 9 ára gömul, myndarleg hnáta með sitt ljóst hár og blá augu. Hún var ætíð reiðubúin til að hjálpa öllum sem áttu bágt. Hún var mjög mikill dýravinur. Hún átti Iieima á sveitabæ, sem bét Hlíð. Hlíð stóð undir stórri fjallshlíð. Eitt fagurt sumarkvöld var Rúna að sækja kýrnar sem voru á leið suður með fjallinu. Hún gekk cftir götutroðning- um sem lágu með fram fjalls- hlíðinni. Allt í einu kom hún auga á lítinn grátittling sem flögraði um í mónum utan við götutroðninginn. „Auminginn litli. Hann er líklega vængbrotinn," hugsaði Rúna. Hún gekk á eftir fuglinum og eftir litla stund hafði liún náð honum. Hún settist niður á stóra mosavaxna þúfu með litla grátittlinginn í lófanum og horfði á hann meðaumkunar- augum. „Hvað á að gera við þig lilli vinur? Þú getur ekki lifað svona lengi,“ liugsaði hún. En Rúna sá að liún gat ekkert gert fyrir fuglinn, svo hún tók bara auðveldasta ráðið og fór að liágráta. Tárin hrundu niður kinnar hennar og eitt þeirra féll tignarlega niður á litla hrotna vænginn á grátittlingn- um. Allt í einu rétti fuglinn úr vængjunum og sveif út í geim- inn og söng á lcið sinni til skýjanna. Eitt lítið tár litillar stúlku liefur meiri lækningamátt en nokkurt meðal. H. A. 29

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.