Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1969, Blaðsíða 39

Æskan - 01.01.1969, Blaðsíða 39
Biblíusögur barnanna. Guð skapaði trén og blómin og öll dýr jarðarinnar. Hann hefur einnig skapað sólina, tunglið og stjörnurnar. Lærum að gleðjast yfir því, sem Guð gefur okkur og nota það, eins og hann vill. Fanginn og dómarinn Hann var ungur og álitlegur maður, fríður sýnum, en lítil merki skapfestu í svipnum. Hann var ásakaSur fyrir glæp og stóð nú frammi fyrir dóm- aranum og reyndi að verja sjálfan sig. Hann notaði mörg orð, en gat ekki séð í járn- andliti dómarans hver áhrif þau höfðu. Sjálfur vissi hann sig sannan að sök, en þóttist viss^um að hann gæti logið sig út úr þvi. Hann lauk máli sínu. Dómarinn mælti, fast en liægt: „Þú ert margsaga. Það er von. Þú hefur notað mörg orð, en þau hafa ekki sannfært. Enginn maður, sem gerir það að vana sínum að ljúga, man allar lyg- arnar. Lygina er erfitt að muna. En það er alltaf auðvelt að muna sannleikann. Og liann er sagna beztur, þrátt fyrir allt.“ Fanginn leit upp. Hvert orð hafði hitt hann. Sannleiksgildi hvers orðs var honum ljóst. „Ég vil segja sannleiltann," sagði liann loks. Hann játaði glæp sinn, sem var smár. Og liann bætti við: „Ef ég hefði fyrr heyrt orð yðar, lierra dómari, og sögð á sama hátt, þá væri ég ekki hér nú.“ Dómarinn hrosti litið eitt. „í þeirri von, að þú viljir muna orð mín og breyta cftir þeim, skal dómur þinn vera vægur. Ég dæmi þig til að dvelja eina klukkustund á heim- ili mínu, og segja sonum mín- um hvað breytti hugarfari þinu. Guð mun með þér vera, er þú byrjar lif þitt að nýju, ef þú elskar sannleikann í smáu og stóru.“ Fanginn brosti. Hann gerði það, sem fyrir hann var lagt. Mörgum árum seinna sat hann á sama bekk sem dómar- inn. — Hann var þá dómarinn. „Stirður er ég nú, og verðum vér lausir á fótum hinir gömlu mennirn- ir.“ Þegar sveinninn tók á móti honum af hestbaki, sá hann, að spjótið stóð í gegnum hann. Ingimundur mælti: „Þú hefur mér lengi trúr verið, gerðu nú sem ég segi þér, enda má búast við, að ég biðji þig ekki um margt eftir þetta.“ Síðan bað hann sveininn að fara til Hrolleifs og segja honum hvernig komið væri og skyldi hann flýja, áður en dagur kæmi, því að hann teldi víst, að synir hans nrundu vilja hefna sín. „Mín er ekki betur hefnt, þótt Hrolleifur deyi,“ sagði Ingimundur, enda kvað hann sér ekki sæma annað en hlífa honum, úr því að hann hefði einu sinni tekið þenn- an mann að sér. Hann braut skaftið af spjótinu og gekk inn með hjálp sveinsins og sett- ist í öndvegi sitt og bað að kveikja ekki áður en synir hans kæmu heim. Sveinninn gerði eins og fyrir hann var lagt, þótt ekki væri honum það ljúft, því að liann unni húsbónda sínum. Þegar Ingimundar synir komu heim, var kveikt ljós, og sást þá að Ingimundur sat í öndvegi sínu og var dáinn; stóð þar spjótið í gegnum hann. Þorsteinn Ingimundarson sagði þá: „ .. . við það megum vér huggast, að mikill manna munur er orðinn með Hrolleifi, og njóta mun faðir minn þess frá þeim, er sólina hefur skapað og heiminn, hver sem sá er.“ Svo fór að vísu, að Hrolleifur slapp ekki við hefnd þeirra Ingimundar- sona. Þeir urðu honum að bana. En svo göfugur maður var Ingi- mundur gamli, að hann vildi láta hlífa banamanni sínum, sem launað hafði honum illa góð verk. Slíkir menn voru til þá, þótt þeir væru heiðnir kallaðir. 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.