Æskan - 01.01.1969, Síða 40
Þessi mynd er af íslenzku keppendunum á Ölympíuleikunum í
Mexíkó. Talið frá vinstri: Siggeir Siggeirsson þjálfari sundfólks-
ins, Jón Þ. Ólafsson, Hrafnhildur Guðmundsdóttir, Guðmundur
Hermannsson, Ellen Ingvadóttir, Leiknir Jónsson, Guðmundur
Gíslason, Óskar Sigurpálsson og Valbjörn Þorláksson. Fyrir miðju
situr fararstjórinn, Björn Vilmundarson.
Það vakti mikla athygli á
síðastliðnu sumri ]>egar islenzk-
ur piltur, Guðjón Július Er-
lendsson úr Fram, var kjörinn
bezti leikmaðurinn á miklu
handknattleiksmóti, sem haldið
var í Osló. Alls tóku tæplega
500 lið þátt í mótinu, þar af
7 frá íslandi. Var keppt í inörg-
um aldursflokkum og sigraði
Fram í flokki pilta 16—17 ára.
Guðjón var markvörður liðsins
og varði svo snilldarlega, að
hann hlaut áðurnefnt sæmdar-
heiti fyrir.
Guðjón er Reykvíltingur,
fæddur 19. júní 1952. Hann
byrjaði að æfa handknattleik
12 ára gamall. Ekki lék hann
þó í marki til að byrja með.
En eitt sinn þegar markvörður-
inn i skólaliði hans forfallaðist,
lét liann til leiðast að hlaupa
i skarðið. Síðan liefur hann tek-
ið miklum framförum og á án
efa eftir að leika með íslenzka
landsliðinu í framtíðinni.
Drottning fimleikanna.
um íþróttir?
Þátttaka i síðustu getraun
var mjög mikil. Þegar dregið
var um hverjir hljóta skyldu
verðlaun komu þess nöfn upp:
Hannes Ólafsson, Austvaðs-
holti, Landi, Rangárvallasýslu.
Jónas Magnússon, Njálsgötu
104, Reykjavík.
Margrét Sverrisdóttir, Hross-
liaga, Biskupstungum, Árne^s-
sýslu.
Rétt svör eru þannig:
1. Grettir Ásmundarson.
2. Vítaspyrna.
3. Guðmundur Gíslason.
4. Jón Guðlaugsson.
5. Stangarstökki.
Af þeim rúmiega 7000
íþróttamönnum og konum, sem
þátt tóku í Ólymþíuleikunum í
Mexíkó vakti tékkneska stúlkan
Vera Cáslavská mesta athygli.
Hún keppti í fimleikum og
hlaut 4 gullpeninga og 2 silfur-
peninga, sem er alveg einstakt
afrek. Þessi frækilegi árangur
kom þó ekki á óvart. Hún íók
þátt í Ólymþíuleikunum í Tokyo
1964 og sigraöi þá mjög óvænt
í 3 greinum. Síðan hefur hún
verið nær því ósigrandi. Hún
varð Evrópumeistari árið 1965
og aftur 1967 auk þess sem
hún hefur sigrað í mörgum
öðrum fimleikamótum. Hún er
því sannkölluð „drottning fim-
•eikanna."
Þrílirautm.
Þegar þetta blað fór í prent-
un var vitað um rúmlega 800
börn, sem tekið höfðu þátt í
keppninni. Varla verður hægt
að birta úrslit hennar fyrr en i
marz- eða aprílhefti Æskunnar.
Hvað veiztu
Iþróttir
SígurOur Helgason:
-
UNGT
afreksfólk.
36
>o