Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1969, Síða 45

Æskan - 01.01.1969, Síða 45
MÁLFRÆÐI í þetta skipti œtlum viö aftur að leika okkur að lcirnum. En ]>au börn, sem ekki ciga leir geta samt verið með i leiknum. Búið til fjóra báta úr leir eða bréfi, ef þið eigið ekki leir. Þið megið valta leirinn og klippa eftir vild. Búið til segl og skrifið á seglin. Þetta er ákveð- inn bátur, sem þú ert með i huga. Það er báturinn þinn. Við skeytum þrem stöfum aftan við bann. Þá er talað um viðskeytt- an greini. Greinir minnir okkur á sundurgreiningu orða cftir kynjum og föllum annað hvort i eintölu eða fleirtölu. Myndin sýnir ykkur, hvernig þetta á að líta út, þegar þið eruð búin. Þetta var eintalan. Fyrir fleir- töluna skulum við búa tii 8 báta úr. bréfi og lima alltaf tvo sam- an með limbandi. Svo prentum við á þá: hér eru bátarnir — um bátana — frá bátunum — til bátanna. Nú þurfum við uð merkja átta hafnir á gólfinu. Þær eru merktar með miðum, sem þið brjótið i miðjunni. Þá geta þeir staðið. Ef teppi er á gólfinu, er gott að breiða dag- blöð yfir allt fyrir sjóinn (þá ólireinkið þið ekki teppið). Þjð megið liafa alla bátana úr bréfi og ekki leir. Fjórar bafnir cru fyrir eintöluna og við skamm- stöfum „Et.“ Skammur þýðir stuttur. Orðin styttast, og þið ]>urfið ekki að skrifa nema nokkra stafi. Svona á að skannnstafa föllin á miðana, sem merkja hafnirnar: jiefni- fall = nf. — þolfall = þf. -- þágufall = þgf. — eignarfall = ef. Hafið einnig fjóra miða til taks fyrir fleirtöluna. Merkið föllin og ft. = fleirtala. Föllin tákna hafnirnar í leiknum. Bát- arnir eiga nú að sigla í sína heimahöfn. Ef þið cruð færri en átta börn, getur cinn og sami krakki verið með fleiri en einn bát. Nú megið þið byrja að láta þá sigla einn hring og svo skiptið þið um, þangað til öil börn eru búin að prófa alla báta, og þau eru búin að fylgja þeim einn hring i sina beima- höfn. Væri ekki gaman að flytja vörur i bátunum? Þið finnið áreiðanlega eitthvað, sem er nógu lítið og gaman er að flytja á milli: Öryggisnælur, fingur- björg, dúkkulisur. En þá cr það aðalvandinn að finna rétt fall. Beynið nú: Hér er nælan — um ncéluna — frá nælunni — til nælunnar — ft: hér eru næl- urnar — um nælurnar — frá nælunum — til nælanna. Nú er eftir að finna hafnirn- ar. Gefið svo stig fyrir „vör- una,“ sem kemst rétt til skila. Þið þurfið að finna föllin og beygja rétt. Öll orðin eiga að vera ákveðin, það er með við- skeyttan greini. Orðið næla er greinislaust en nælan er með greini. María Eiríksdóttir. ViNSÆLDIR 1. Látið annað fólk finna, að ykkur geðjast vel að þvi. 2. Hafið ekki ætið orðið, held- ur leyfið einnig öðrum að komast að. 3. Komið eins fram við ])á, er þið hafið ekki áhuga á, og hina, cr þið viljið sýna vin- semd. 4. Látið aðra finna, að þið takið mark á þeim. 5. Forðizt meinfýsni. (i. Brosið að eigin yfirsjónum. Leyfið öðrum að leiðrétta ykkur án þess að þykkjast. 7. Segið aldrei langdregna og leiðinlega braijdara, og Ver- ið ekki sifellt að endurtaka þá. 8. Verið ekki yfirborðsleg eða montin. 9. Gerið ekki gys að öðrum. 10. Takið þátt i góðgerðastarf- semi. 41

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.