Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1969, Blaðsíða 37

Æskan - 01.03.1969, Blaðsíða 37
Lestu Biblíuna. ^ Tvenn verðlaun: Vikudvöl í sumar- búðum KFUM í Vatnaskógi. Vikudvöl í sumarbúSum KFUK i VindáshlíS. Aldurstakmark: 10—15 ára. í jólablaði Æskunnar hófst þessi verð- launaþáttur, sem hlaut nafnið „Lestu Biblíuna". Reglurnar eru einfaldar. Lesinn er stuttur kafli úr Gamla- eða Nýja testa- mentinu, og fáar spurningar að lokum. Þetta er þriðji þátturinn, en þeir verða aðeins fjórir. Þið safnið síðan svörunum saman og sendið þau öll í einu eftir síðasta þáttinn. Frestur verður alveg nógu langur, til þess að börn úti á landi hafi einnig íæki- færi til þess að taka þátt i keppninni. Að þessu sinni eigið þið að iesa í fyrsta kafla Jóhannesar guSspjalls, frá versi 44 —52, Jóhannes I, 44—52. [ síðasta þætti lásum við um þá Daniel og félaga hans, og það hugrekki, sem þeim var gefið. Við dáumst oft mest að þeim, sem sýna greinilegt hugrekki og djörfung. En það er ekki víst, að við tökum alltaf eftir þvf, hver er í rauninni hugrakkastur. Filippus og Natanael voru vinir. Sjálf- sagt hefur margt borið á góma hjá þeim vinum um ævina. Þeir hafa skipzt á skoð- unum og þorað að segja hvor öðrum hug sinn allan. Svo kemur að þessu stórbrotna atviki, er þeir hitta Jesúm sjálfan og fylgja honum. Filippus var fyrri til og segir því vini sin- um frá því svo fljótt sem auðið er. En Natanael var í vafa. Og hann fer ekki í neinar grafgötur með það. Hann segir vini sínum það strax, að hann efist um sann- leiksgildi orða hans. En Filippus var sannfærður. Honum þótti áreiðanlega vænt um, að vinur hans var heiðarlegur og hreinskilinn gagnvart honum. Slika menn virðum við alltaf. Sér- staklega unga menn. eins og þeir voru. Filippus er heldur ekki í neinum vafa um, hvað honum ber að gera og segir því við hann fjögur orð, til þess að hann geti einn- ig sjálfur látið sannfærast. Þegar Natanael hafði séð Jesúm og heyrt, var hann ekki lengur í neinum vafa. Hafi hann verið hreinskiiinn og heiðarleg- ur áður, vissi hann nú enn betur, að það var markið, sem hann átti að keppa að áfram í fylgdinni með Jesú. Og félagarnir tveir hafa áreiðanlega bundizt enn traustari vináttuböndum eftir sameiginlega reynslu. Spurningar: 1. Hvaða þrjú orð sagði Jesús við Filippus, er þeir mættust? 2. Hverju svaraði Natanael, er Filippus sagði honum, að þeir hefðu fundið þann, sem spámennirnir rituðu um? 3. Hvernig svaraði Filippus þeim efa- semdum hans? 4. Hvernig var játning Natanaels í versi 5, er hann hafði sjálfur mætt Jesú? Þetta er þá næst síðasti þátturinn I þess- ari verðlaunasamkeppni. Þið safnið spurn- ingunum saman, geymið þær, og sendið svörin öll í einu. Gott gengi. tvo aðalflokka, setjara og prentara. Setjar- ar eru ýmist hand- eða vélsetjarar. Þeir raða saman stöfunum í það, er prenta skal, eftir handriti frá semjanda, en þau eru venjulega annaðhvort skrifuð eða vélrituð. Prentaranir stjórna aftur á móti sjálfum prentvélunum og sjá um hin mörgu smá- atriði við gerð og útlit blaðanna og bók- anna, sem prentuð eru. Bæði setjarar og prentarar þurfa að nauðþekkja allar letur- gerðir og leturstærðir og einnig gæði hinna ýmsu pappírstegunda. Myndir af ýmsu tagi fylgja oftast lesmáli f blöðum og bókum nú á dögum. Gera þarf svokölluð myndamót af myndum þeim, sem fylgja prentuðu máli, og eru þær búnar til í myndamótagerðum, ýmist úr málmum eða plasti. Myndamóta- gerð er iðngrein út af fyrir sig. — Þegar setjarinn hefur sett lesmál, er prentuð próf- örk af þvi. Prófarkirnar les svo sérstakur maður, sem prófarkalesari er nefndur. Leiðréttir hann ritvillur og aðra galia, sem vera kunna á örkinni og gengur hún svo aftur leiðrétt til setjarans. [ hverri prent- smiðju er talið, að til sé kvikindi eitt, ósýnilegt og illrar náttúru, sem kallað er .iPrentvillupúki“. Angrar hann helzt setjara °3 prófarkalesara! Stundum getur púki þessi gjörbreytt hugsun i setningu, með því að nema einn staf framan af orði. Tök- um t.d. þetta: „Þessi vara er mjög ódýr samanborið við----------—“. Ef prentvillu- púkanum tækist að nema ó-ið burtu fram- an af orðinu ,,ódýr“, verður hugsunin f setningunni þveröfug við það, sem átti að vera. En f prentsmiðjum, þar sem valinn maður er í hverju rúmi, á kvikindi þetta örðugt uppdráttar og lætur þá Iftt á sér kræla. Prentarastéttin er virt stétt og allvel launuð, en oft verða prentarar að leggja nótt við dag, því að við blaðalesendur vilj- um helzt fá morgunblöðin glæný á réttum tfma. 153
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.