Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1969, Blaðsíða 53

Æskan - 01.03.1969, Blaðsíða 53
HEIÐA — Framkalássaéa í mynclum. 125. PÉTUR kcmur upp hlíðina og rekur geitahópinn á undan sér. Hann er með smalaprik i hendinni og flautu í munni. Hann hottar óvenju mikið á geiturnar í dag, því að hann ætlar að ná tali af Heiðu. „Ætlar þú að koma með mér í dag?“ hrópar hann. „Nei, það get ég ekki,“ svarai^ Heiða. „Gestirnir frá Frankfurt geta komið á hverri stundu, svo að ég verð að vera heima við.“ — 126. EFTIR veru sína í borginni hafa augu Heiðu opnazt fyrir ýmsu, sem henni var áður hulið. Það er ekki allt í sömu röð og reglu hjá afa eins og það var í stóra húsinu, en nú lætur Heiða hendur standa fram úr ermum. Fyrst býr hún um rúmið sitt. Því næst lagat hún til í stofunni, þurrkar af ryk, sópar og þvær gólfið. Hún þvær upp matarílátin og raðar þeim í skápa. 127. „ÞAÐ er allt orðið svo fínt og fágað hjá okkur,“ segir afi. Heiðu þykir lofið gott, svo að hún leggur sig enn meir í framkróka að halda öllu í röð og reglu. í dag skúrar hún borðið. Hún hreinsar rúðurnar, svo að sólskinið glampar á þeim. Skyndilega hrópar hún: „Afi, afi, þau eru að koma!“ Svo fer hún í ioftköstum niður hliðina. — 128. „KOMIÐ þér sælir, læknir, mínar beztu þakkir," segir Heiða og tekur* í höndina á Iækninum. „Fyrir hvað ert þú að þakka?“ spyr hann. „Fyrir það, að þér senduð mig heim til afa.“ Það færist bros yfir andlit læknisins. „Ivomdu, Ilelða, við skulum fara upp eftir tii afa,“ segir læknirinn. „En hvar eru Klara og ainma?“ spyr Heiða. Nú verður læknirinn að skýra henni frá því að Klara hafi verið veik og orðið að hætta við förina. Heiða vedður hrygg. SSSSSSSSSSSSSSSSS8S2SSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSS2SSSSSSSSSSSSSS8SSSSSSS8SSSSSSS8S8882SSSSSS8SSSSSSS8S8SSSSS828SSSSSS8828S888 Ný frímerki. Þann 28. febrúar gaf íslenzka póststjórnin út nýtt Norður- landafrímerki, með mynd af 5 skipum á siglingu. Verðgildi merkisins er kr. 6,50, rautt, og kr. 10.00, blátt. Norðurlandafrímerkið 1969 er gefið út í tilefni þess, að á Þessu ári er öld liðin frá því að samstarf i póstmálum hófst milli Norðurlandanna og hálf öld síðan norrænu félögin voru stofnuð. Norræn samvinna í póstmál- em á upphaf sitt að rekja til ársins 1868, er Danmörk, Nor- egur og Svíþjóð gerðu með sér samninga um póstmál. Síðan bættust Finnland og Island i hópinn og árið 1934 gerðu þessi fimm lönd með sér samning um Póstmál. Samvinnan varð enn nðnari, er Norræna póstsam- bandið var stofnað 1946. Samstarf hinna norrænu Póststjórna beinist að því að bæta póstviðskipti milli Norður- landanna og að koma á hag- stæðari burðargjöldum og betri Þjónustu fyrir almenning en almennt gerist milli landa. Norðurlandafrímerki hefur einu sinni áður verið gefið út, 1956. Rúðan. Það bar nýlega við í Drottn- •ngargötu i lvaupmannahöfn, bolti kom í hcndingskasti Segnum rúðu í eldliúsglugga. irúin i húsinu lcit út um Sluggann, en sá engan. Hálf- 'nna síðar var harið á eldhús- 'lyrnar, og þegar frúin opnaði, stóð lítill drengur fyrir utan. Fyrirgefið, frú, sagði ann. — En nn kemur hann pabbi minn til jiess að setja rúðuna í. — Þú ert góður og ráðvand- ur drengur, sagði frúin. — Gerðu svo vel, iiérna er bolt- inn þinn. í sömu svifum kom smiður- inn með rúðuna, og þegar hann liafði sett hana i, sagði hann: — Jæja, þetta verða þá 100 krónur. — Hvað eigið þér við? spurði frúin. — Er þetta ekki sonur yðar? — Nei, ég held nú síður, svaraði smiðurinn. — En eruð þér ekki móðir hans? Verðmunur frá bóksöluverði á hverri bók blaðsins er um 30%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.