Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1969, Síða 55

Æskan - 01.03.1969, Síða 55
X VINSÆLDIR 1- Þolið að bíða ósigur án þess að þykja fyrir því. 2. Þolið að sigra án þess að miklast af. 3. Sýnið alltaf gleði yfir gjöf- um, sem ykkur eru gefnar, jafnvel þótt ykkur hafi langað í eitthvað annað. 4. Verið ekki hræddir við að hefja nýtt tómstundastarf. 5. Skrifið niður lista yfir slæmar venjur ykkar og reynið að leggja þær nið- ur. 6. Forðizt hávært og rosta- fengið tal og umfram allt forðizt að venja ykkur á bölv og ragn. 7. Fáið eins góðar einkunnir I skólanum og unnt er. 8. Gerið ekki gys að eldri kynslóðinni. 9. Fteynið að bæta hegðun ykkar heima við og út í frá. 10. Sýnið foreldrum ykkar trúnað. Segið þeim, hvað þið takið ykkur fyrir hend- ur og sýnið, að þið treyst- ið þeim. 222. Þegar ég rak höfuðið upp úr vatns- skorpunni, kom ég auga á litla ey langt í burtu. Til allrar hamingju er ég frábær sund- maður, og eftir skamma stund var ég kom- inn að eynni. 223. Ég sat nú þama, starði í allar áttir og sá ekkert nema haf svo langt sem augað eygði. Ég var í þann veginn að sturlast_________ 224. ... þegar ég síðdegis sama dag sá skip koma siglandi í áttina til mín á mikilli ferð. Ég hrópaði af öllum lífs og sálar kröftum, og mér var svarað á spönsku. 225. Ég stakk mér til sunds og synti hratt í áttina til skipsins. Andartaki síðar var ég dreginn um borð. Spánverjarnir reyndust kunna sig i meira lagi illa. 45 226. Er ég sagði þeim frá ferðalagi mínu frá Etnu, reyndu þeir ekki að draga dul á, að þeir efuðust mjög um sannleiksgildi frá- sagnar minnar. 1 Prakklandi er farið að selja nýja tegund af tannburstum, sem hægt er að nota til að ursta tennurnar bæði að fram- an °g aftan í einu, og þar með ®Parast mikill tími. Myndin sýn- ,r hinn nýja bursta. Læknisráð Læknir einn hafði orðið fyrir miklu ónæði af fjölda sjúkl- inga, sem liöfðu tekið upp jiann ósið, að ganga i veg fyrir liann úti á strætum og biðja hann þar um læknislijálp. Þetta gerðu ]>eir til þess að sleppa við að horga honum, þvi læknirinn tók aldrei eyri fyrir munnlega hjálp úti á götu. En eitt sinn fann hann upp ráð, sem dugði, til j>ess að venja fólkið af þess- uin leiða vana. Dag einn þaut maður til hans á götunni og sagði: „Ó, kæri herra læknir. Nú var ég hepp- inn að ná i yður. Eg hef haft voða sting undir siðunni." Læknirinn tók honum mjög vingjarnlega og sagði: „Lokið augunum, réttið nú úl tung- una.“ Þegar þetta hvort tveggja hafði verið gert, livarf læknir- inn inn i mannfjöldann og skildi hinn eftir á götunni. Borgið blaðið sem fyrst, því þá hjálpið þið til að gera það stærra.

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.