Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1973, Síða 3

Æskan - 01.11.1973, Síða 3
Eiríkur rauði og Leifur heppni inhvern tíma á árinu 1070 fékk Svelnn Dana- konungur heimsókn af Adam nokkrum, sem síðar varð þekktur undir nafninu Adam frá Brimum. Sú borg heitir nú Bremen og er í Þýzkalandi. Adam þessi var hálærður, en ungur að árum, þegar hann heimsótti Svein Danakonung. Adam og Sveinn konungur ræddu margt um hin lítt kunnu 'önd lengst í norðri. Adam fékk margar merkar upplýsingar öjá Sveini konungi og þær upplýsingar notaði hann löngu seinna, þegar hann fór að skrifa sögur sínar og annála. ^essar bækur Adams frá Brimum voru notaðar sem heim- ''dir fram eftir öllum öldum. Adam skrifaði eins og þá var siður á latínu, sem um Þ®r mundir var nokkurs konar esperanto eða alþjóðamál '®rðra manna í Norðurálfu. Adam hrósar Sveini Danakonungi fyrir lærdóm og vizku. ^ók Adams er saga Hamborgar og Brima-erkibiskupsdæm- ls- Hann segir þar margt frá Norðurlöndum, Eystrasalts- 'öndum og frá Rússlandi. Einnig segir hann frá Grænlandi, °9 hann talar um Vínland hið góða, sem Leifur Eiríksson *ann. Eiríkur rauði var fæddur í Noregi, og hann fluttist til íslands fyrir víga sakir. Seinna var Eiríkur gerður útlægur frá íslandi, einnig fyrir víg. Þessi útlegðardómur var til þriggja ára. Þá fór Eiríkur burt og fann Grænland. Hann kannaði Grænland nokkuð. Seinna settist hann að á Græn- landi og bjó í Brattahlíð, og má enn sjá skálarústir hans þar. Eiríkur hefur verið mikill mannþekkjari og mundi nú vera kallaður auglýsingamaður, og þegar hann fór aftur til ís- lands, hrósaði hann mjög landinu og kallaði Grænland og sagði, að margan mann mundi heldur fýsa að tara og sjá landið, ef það héti vel, og reyndist það svo. Árið 986 fór hann með skipaflota til Grænfands. Talið er, að hann hafi haft 25 skip og sex til sjö hundruð tand- nema með sér af stað, en aðeins 15 skip komust alta leið. Eiríkur settist að í Brattahlíð í Eystribyggð. Þar eignaðist hann son, sem nefndur var Leifur og seinna hlaut auk- nefnið hinn heppni. Er Leifur hafði þroska til, fékk hann skip og sigldi til Noregs. Hann vingaðist við konung og tók kristna trú útl í Noregi, og var hann skirður þar. Kóngur sendi Leif síðan heim til Grænlands til að boða þar kristni, og talið er, að hann hafi kristnað landið. Þjóð- hildur móðir hans tók trú og lét byggja litla kirkju i Bratta- 1

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.