Æskan - 01.11.1973, Page 17
INGÓLFUR DAVÍÐSSON:
Minnstu fuglar
veraldar
í sólheitum frumskógaþykknum Mið- og SuSur-Ameríku
lifa minnstu fuglar veraldar, kólibrífuglarnir. Þeir skína í
öllum regnbogans litum og líkjast helzt stórum fiðrildum.
Hinir minnstu vega aðeins 1—Vh g fullvaxnir og eggin Vá g
Lengd eins Kúbu-kólibrífugls er aðeins 2 þumlungar frá
nefbroddi og aftur á stélenda. Aðrir eru töluvert stærri, og
tegundirnar skipta hundruðum. Sumir kólibrífuglar lifa aðal-
lega í skugga skóganna og veiða skordýr og kóngulær sér
fil matar. En hinir litfegurstu lifa í sólskininu og sjúga hun-
ang úr blómum. Halda þeir sér svífandi við blómin með
feikna tíðum vængjaburði. Og þeir fylgja hreyfingum blóm-
anna, þegar vindurinn sveiflar þeim til, líkt og væru þeir
bundnir við þau. Flugfimin er undraverð, enda eru flug-
f'öðvarnir sterkir og hjartað öflugt. Geta vængjaslögin orðið
allt að 50 á sekúndu. Andardrátturinn er mjög hraður og
efnabreytingar örar.
I norðlægum löndum eru það skordýrin, sem sjúga hun-
ang úr blómum og bera frjóduft á milli þeirra. En kólibrí-
fuglarnir gegna sama hlutverki í heimkynnum sínum, og
sru blómin og nef kólibrífuglanna dásamlega löguð hvort
eftir öðru — báðum í hag.
Stuttnefjaðir kólibrifuglar verða að láta sér nægja hunang
' grunnum blómum, likt og trýnisstuttar flugur úti á islandi.
En nef sumra kólibrífugla er nærri því eins langt og allur
kroppurinn, og þeir ná ríkulega hunangi I djúpum blómum.
Sumir hafa bogið nef, lagað fyrir löng, bogin krónurör sér-
kennilegra blóma. Tungan er hálfgerð sogdæla og getur
Ingólfur Davíðsson.
myndað pípu. Fætur eru smáir og ónýtir til gangs. Hreiðrið
er haglega gerð karfa úr fínum jurtatrefjum úti á grein,
þar sem litið ber á og erfitt er að komast að því.
Lengi gekk erfiðlega að halda lífinu í kólibrífuglum í
dýragörðum. Loks tókst þýzkum dýrafræðingi að leysa
málið og finna hentugan mat handa þeim. Þeir sugu með
ánægju hunang í rósum, fúksíum o. fl. blómum, en erfitt
var að hafa næg blóm allt árið, svo að reynt var að búa
til gervifæðu. Það tókst. Var blandað saman hunangi, mjólk,
barnamjöli o. fl. og þetta alltaf haft nýtt. Svo voru líka
„ræktaðar" bananaflugur handa kólibrífuglunum, og voru
þeir hinir áköfustu við flugnaveiðarnar. Þeir leituðu líka í
kóngulóavefjum og átu bæði flugur og kóngulær úr net-
unum. Einnig gripu þeir flugur á gluggarúðunum.
Hinn tilbúna næringarvökva drukku þeir á tvo vegu, þ. e.
stungu nefinu stundum um 1 cm niður í vökvann og drukku
kröftuglega eða sleiktu safann með tungubroddinum hægt
og gætilega. Oft rifust þeir um matinn. Hver fugl helgaði
sér ákveðna uppáhaldsgrein I búrinu og varði hana fyrir
hinum. Virtist raunar eins og ósýnileg landamæri lægju
um búrið þvert og endilangt, og átti sérhver fugl sína jörð
eða ríki.
Músarrindillinn Islenzki hefur aldrei þótt stórvaxinn, en
þó er hann risi i samanburði við kólibrífuglinn. Hugsum
okkur hóp málmglitrandi fugla, þar sem hver og einn er
ekki nema fáein grömm að þyngd. Margir þeirra fljúga
langar leiðir vor og haust eins og hverjir aðrir farfuglar.
Saumakarfa
Karfan er búin til úr sterkum pappa
°9 er fljótgerð. Fyrst eru teiknaðir með
sirkli tveir hringar á pappastykkið. í
Öeim innri er geislinn 5 cm, en 9 cm í
Öeim ytri. Opnið sirkilinn, svo að hann
sPenni yfir lengd geislans og afmarkið
slðan með honum á ytra hringinn sex
sinnum og skiptið þannig hringnum í
sex jafnstóra parta. Tengið svo þessa
punkta saman með strikum gegnum mið-
depil. Skerið þá fleygmynduð skörð að
innri hringnum, eins og myndin sýnir.
Næst eru dregnar með reglustiku lín-
urnar milli fleygsoddanna (a—b, o. s.
frv.), og rispað dálitið ofan i þær með
hníf, svo að hægt sé að beygja stykkin
upp og líma þau síðan saman með
pappírsræmum. Nú er sjálf karfan tilbú-
in og eftir að fóðra hana að utan. Sér-
staklega má prýða hana með gullpapp-
Irsrönd efst.
15