Æskan - 01.11.1973, Blaðsíða 25
flndrés dnd
er snjall
ndrés Önd sótti bankabókina
sína, en amma önd hafði gefið
honum hana og beðið hann innvirðu-
lega að gæta nú auranna sinna vel.
Þetta hafði víst ekki verið til mikils,
Þvi að nú áttl hann aðeins tíu krónur
I bóklnni. Andrés leitaði í peningakass-
anum sínum, en í honum voru aðeins
ógreiddir reikningar. Hann vissi allt of
vel, hvað hann átti í buddunni sinni —
tvö hundruð krónur og ekki eyri meira.
Hvernig átti hann að komast í frí með
strákunum?
Andrés huglelddi vandann, meðan
hann sló blettlnn. Honum þótti skemmti-
legt að slá tún, og hann gerði það mjög
vel.
„Mér finnst leitt, að túnið skuli ekki
vera stærra," tautaði hann við sjálfan
slg. „En það er þó betur slegið en önnur
tún í grenndinni... en önnur tún í
9renndinni...! Nú fékk ég ágætishug-
htynd — ég gæti grætt á henni — ég
9æti grætt nóg til þess, að við kæm-
úmst allir í ferðalag!"
Arla næsta morgun kom Andrés til
hógranna síns. ,,Á ég að slá túnið þitt?"
sPurði hann. „Það kostar hundrað krón-
Ur og ég kem bæði með sláttuvél og
klippur."
„Byrjaðu bara,“ sagði nágrannlnn,
sem var bæði feitur og latur og dauðfeg-
mn að fá að liggja á bekknum og lesa
ólaðið sitt.
„Þetta er nú svo vel gert,“ sagði ná-
9ranninn, þegar Andrés hafði lokið verk-
'nú, ,,að ég held ég borgi 120 krónur
fyrir."
„Takk fyrir,“ svaraði Andrés, ,,en á
é9 ekki að koma [ næstu viku? Nú
Þsrf að slá hvern blett vikulega.“
„Ja, við sjáum nú til seinna," svaraði
nógranninn, og það sárnaði Andrési.
Hann fór eldsnemma á fætur á hverj-
um morgnl alla næstu viku með sláttu-
vélina og klippurnar. Garðarnir við Para-
dísarveg voru fallegri en nokkru sinni
fyrr, og Andrés spurði alltaf, hvort hann
ætti ekki að koma eftir viku. Aðeins
nokkrir játuðu, en hinir sögðust ætla að
sjá til...
En þegar vikan var liðin, gerðist það,
að nær allir íbúar götunnar hringdu í
Andrés og báðu hann að koma og slá
hjá sér túnið. Það hafði vaxið alveg
ótrúlega mikið á einni viku, en var
samt mjög grænt og ferskt að sjá,
þannig að það hjálpaði greinilega mjög
mikið, hvað það var vel slegið ...
Strákarnir voru mjög hrifnir af því,
hve iðinn frændi þeirra var, og þelr
hlökkuðu eðlilega mikið til að njóta
sumarleyfis fyrir alla peningana, sem
Andrés vann sér inn. En eina nóttina
vaknaði Rip við það, að garðshliðinu
var skellt. Hann stökk út úr rúminu og
hljóp út að glugganum. ,,Hver í ósköp-
unum er að skella hliðinu okkar um
miðja nótt?“ umlaði hann svefndrukk-
inn. En hann glaðvaknaði, þegar hann
sá, að þetta var Andrés frændi, sem
hafði farið út um hliðið og gekk nú
niður veginn með stóran þungan poka
í hendinni. Hvað var frændi hans að
gera með stóran, þungan poka í hendi
út á götu um miðja nótt?
Rip trúði Rap og Rup fyrir þessu
næsta morgun, og drengirnir komu sér
saman um, að það væri skylda þeirra
að komast að því, hvað frændi þeirra
hefði verið að gera. Þeir litu á sig sem
eins konar leynilögreglumenn, og þeim
fannst þetta bráðspennandi.
Drengirnir gættu þess vel að sofna
ekki næsta kvöld, og skömmu eftlr mið-
nætti heyrðu þeir hliðið lokast. Þeir fóru
( peysurnar og eltu frænda sinn. Hann
hélt lika á stórum, þungum poka og
hvarf inn í hvern garð við götuna smá-
stund.
„Við verðum að læðast nær til að
aðgæta, hvað frændi er að gera,“ sagði
Rap.
Þeir eltu og sáu frænda sinn stinga
hendinni í stóra pokann sinn og strá
einhverju úr honum yfir túnin í öllum
görðunum, áður en hann læddist á
brott. Eitt hliðið var læst, og Andrés
þurfti að klifra yfir það, svo að hann
hengdi pokann á hliðið og strákamir
gátu lesið það, sem stóð á pokanum.
ÁBURÐUR.
Þá skildu strákamir fyrst, hvers vegna
grasið óx svo hratt á blettunum við
Paradísarveg. Þá vissu þeir, hví varð að
slá þar vikulega!
,----------------------------—^
ORSAKIR
OFDRYKKJU
Misnotkun áfengis geturbyrj-
að á ýmsa lund, og ráða þar
mcstu þrír ólíkir þættir:
1. Þcgar ósjálfstæður og veik-
geðja cinstaklingur venur
sig á ósið, sem honum þykir
þægilegur, er mjög erfitt
fyrir hann að venja sig af
ósiðnum.
2. Hvaða afstöðu tekur um-
hverfið gagnvart ósiðnum,
— misnotkuninni? Misnotk-
unin þrifst betur, cf um-
hverfið er hlynnt henni, —
en siður, ef það er andsnúið.
3. Þar sem auðvelt er að ná i
áfengi, heldur ofneyzla þess
áfram fremur en þar, sem
erfitt er að ná i það.
Misnotkun áfengis leiðir i
flestum tilvikum til áfcngis-
sýki.
Gunnar A. R. Lundquist
prófessor.
(Áfengisvarnaráð)
V--------------------------------