Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1973, Síða 32

Æskan - 01.11.1973, Síða 32
BJARNARKLÓ Teikningar: Jon Skarprud 1. Þegar fólklð hefur siglt hjá, stingur Bjarnar<<ló sér í sjóinn með skinnpokann sinn. Tilgangur hans er að komast hjá þvi að klifra yfir bratt fjall, sem gengur alveg út i sjó. Þegar hann er kominn upp í slétta fjöruna hinum megin, skyggnist hann vandlega um eftir bátnum góða, sem rekið hafðl frá þeim, þegar þeir voru á selveiðunum. — 2. Jú, þarna handan við sundið glampar vissulega á eitthvað hvítt, sem hreyfist í flæðarmálinu. Hann hvilir sig um stund, en leggst svo tll sunds að nýju, þvert yfir vikina. Þegar hann er kominn töluvert út á djúpið, verður hann var við allstórar skepnur allt I kringum sig og fær litilsháttar áverka á annan fótinn. Þetta eru áreiðanlega háhyrningar. — 3. Bjarnarkló er nú staddur í mikilli hættu. Þessi hættulegu dýr éta allt, sem að kjafti kemur, drepa meira að segja stundum stóra hvali. Hann losar öxina frá hlið sér og tekst að veita einni þessara ókinda vænt högg í bakið, svo að blóð fossar úr. Bjarnarkló er borglði þvi að dýrið, sem hann særðl, syndir burt i aðra átt, og hin fylgja öll blóðferlinum. — 4. Honum tekst að ná landi, klifrar upp á klett rétt ofan við flæðarmálið og sér þaðan langþráða sýn: Eintrjáningurinn þeirra er aðeins nokkra metra honum og veltist milli fjörusteinanna fullur af vatni. Annars kemur brátt i Ijós, að hann er næstum alveg óskemmdur, °g Bjarnarkló er innilega glaður. — 5. Hann heggur handa sér eina ár i miklum flýti. Nú skiptir öllu máli að komast fram b\á þessu fólkl af Hvalaættkvíslinni og láta mömmu og Odd vita um hættuna. Þegar hann nær fólkinu, sér hann, að það er einmitt að beygja inn ( vikina, þar sem mamma og drengirnir hafa byggt kofa sinn. — 6. Bjarnarkló flýtir sér að landi og dregur bátinn langt upp. Þvi næst hleypur hann stytztu leið yfir fjallið og gegnum skóginn. Þegar hann kemur nær, hægn" hann ferðina, því það er svo einkennilega hljótt við bústað þeirra. — 7. Sér til mikillar undrunar veitir hann þvi athygli. a® fólkið hefur snúið bátum sinum, en starir samt ákaft til lands. Bjarnarkló skilur þó brátt, hver ástæðan er. Bjarnarhúnarnir, sem nú eru orðnir furðu stórir, standa þar báðir á afturfótunum og glenna ginin i áttina til ókunna fólksins. — 8. Fólkið, 30

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.