Æskan

Årgang

Æskan - 01.11.1973, Side 40

Æskan - 01.11.1973, Side 40
Amazonfljot Hús á stólpum f Iquitos. Fyrstur Evrópumanna til að kanna Amazonfljótið var maður að nafni Orollana. Árið 1541 fór hann frá Napo-ánni, sem er ein af efstu þveránum, er falla I Amazonfljót, rétt austan við Quito í Ecuador, og hann komst alla leið að ósum Amazon, þar sem fljótið rennur í Atlantshafið. Amazonfljótið er kringum 6.300 kílómetrar að lengd frá upptökum til ósa. Margar stórar og smáar þverár falla I fljótið. Amazon á upptök sin I Perú, en fellur í gegnum mörg lönd, svo sem Bólivíu, Ecuador, Columbíu, Venezúela og Brazilíu til sjávar. Áin á upptök sín í hrjóstrugu landi, og efri hluti árinnar fellur með boðaföllum í fossum og flúðum og hávöðum, þar til hún kemur á meira láglendi, og þar verður fljótið skipgengt. Aðalhöfn við fljótið í Perú er hafnarborgin Iquit- os, þar standa mörg hús á stólpum vegna flóðahættu. Álitíð er, að Amazonfljót hafi fengið nafn sitt vegna mife- skilnings ferðafélaga Orollana. Þeir héldu, að hinir síð- Veiðimenn á Amazonfljóti. hærðu menn, sem bjuggu á bökkum fljótsins væru kven- hermenn eða valkyrjur og nefndu valkyrjurnar á spönsku amazonur og fljótið Amazonfljót. Á þeim tímum, þegar mest er I ánni, er unnt að fara á stórum gufuskipum yfir 3.700 km upp eftir fljótinu og á minni skipum 4.500 km. En þegar minnst er i ánni, komast aðeins lítil skip alla þessa leið. Það er því miklum erfið- leikum bundið að komast upp til efstu hafnanna. Flóðs og fjöru gætir um 100 km upp eftir ánni. Árósarnir eru um 130 km breiðir, svo það er ekkert smáræðis vatnsmagn, sem streymir út í hafið, enda er áin iangsamlega vatnsmesta fljót i heimi og sjórinn ósaltur 300 km frá landi. Margir ættflokkar búa á bökkum fljótsins. Menn þessir eru á mjög mismunandi menningarstigi. Þetta fólk er harð- gert, og margir þarna eru miklir veiðimenn og ágætar boga- skyttur. Afl hreysti lífsgleði □ HEILSURÆKT ATLAS — æfingatími 10—15 mínútur á dag. Kerfið þarfnast engra áhalda. Þetta er álitin bezta og fljótvirkasta aðferðin til að fá mikinn vöðvastyrk, góða heiisu og fagran líkamsvöxt. Árangurinn mun sýna sig eftir vikutíma þjálfun. □ LÍKAMSRÆKT JOWETTS — leiðin til alhliða líkams- þjálfunar, eftir heimsmeistarann í lyftingum og glímu, George F. Jowett. Jowett er nokkurs konar áframhald af Atlas. Bækurnar kosta 300 kr. hvor, sendum f póstkröfu ef óskað er. Setjið kross við þá bók (bækur), sem þið óskið að fá senda. □ VASA-LEIKFIMITÆKI — þjálfar allan líkamann á stutt- um tíma, sérstaklega þjálfar þetta tæki: brjóstið, bakið og handleggsvöðvana (sjá meðfylgjandi mynd). Tækið er svo fyrirferðarlítið, að hægt er að hafa það f vasanum. Taekið ásamt leiðarvísi og myndum kostar kr. 500,00. Sendið nafn og heimilisfang til: „LlKAMSRÆKT‘,‘ pósthólf 1115- Reykjavík. NAFN ................................................. HEIMILISFANG 38

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.