Æskan - 01.04.1975, Side 13
Gylltu skórnir
inu sinni var karl og kerling, þau áttu tvær
dætur. Eitt sinn fór karlinn til borgarinnar
°9 keypti fisk handa eldri dötturinni og annan handa
þeirri yngri. Eldri dóttirin át sinn fisk, en sú yngri
fór a3 vatnsbólinu og sagði: „Litli fiskur, hvað á
é9 að gera við þig?“
nÞú skalt ekki éta mig,“ sagði fiskurinn, „heldur
s'ePpa mér út í vatnið og það getur verið, að ég geti
taunað þér lífgjöfina seinna.“
Stúlkan sleppti fiskinum í vatnið og fór svo heim.
Nú var það svo, að kerlingin hafði yngri dóttur sína
utundan. Hún gaf þeirri eldri alls konar fín föt og
Var alltaf tilbúin að fara með hana uppdubbaða til
kirkiu. En þeirri yngri gaf hún aðeins föt úr striga-
^uskum og fór aldrei neitt með hana. Hún var látin
saakja allt vatn og vinna önnur erfiðisverk á heimil-
inu.
Næst þegar yngri dóttirin fór að sækja vatn settist
^ún á bakkann á vatnsbólinu og fór að gráta. Þá kom
f'skurinn syndandi til hennar og sagði: „Af hverju ert
Þú að gráta, fagra mær?“
»Hvað get ég annað gert en grátið?" svaraði stúlk-
an- „Mamma mín hefur klætt eldri systur mína í sitt
besta stáss og farið með hana til kirkju, en skipað
^ér að mala rúg heima og hafa lokið því, þegar þær
koma aftur frá messugerðinni.“
Fiskurinn svarar: „Farðu og klæddu þig eins vel
°9 þú getur og farðu svo til kirkjunnar. Rúgurinn skal
Vei"a malaður, þegar þú kemur aftur.“
Stúlkan gerði þetta og fór til kirkjunnar. Móðir
hennar þekkti hana ekki, og er messu var lokið fór
stúlkan heim. Rétt á eftir henni komu móðir hennar
°9 eldri systir heim. Mamma hennar sagði: „Jæja,
letinginn þinn, hefurðu lokið við að mala rúginn?"
»Já,“ svaraði dóttirin.
»Við sáum mjög fagra stúlku við kirkjuna," sagði
't'óðir hennar. „Prestinum nærri fipaðist í messunni,
^ann starði svo á þessa fegurðardís. Það er munur
®3a að sjá þig í þessum görmum."
»Já, ég var nú ekki við kirkjuna, en ég veit allt um
Þetta,“ sagði yngri dóttirin.
»0, hvað ætli þú vitir svo sem,“ sagði móðir henn-
ar.
Næsta dag fóru móðirin og eldri dóttirin aftur til
kirkju stássbúnar. Kerlingin skildi eftir þrjár byttur
af byggi og skipaði yngri dóttur sinni að þreskja
byggið á meðan þær væru burtu. „Við ætlum að vera
við hámessu," sagði kerlingin.
Yngri dóttirin fór út að brunninum og byrjaði að
gráta á þeim stað, þar sem vatnið var venjulega
tekið.
„Hvers vegna ertu að gráta, fagra mær?“ sagði
fiskurinn.
„Æ, ég get ekki annað," svaraði stúlkan. „Móðir
mín og eldri systir eru farnar til kirkju uppábúnar,
til þess að vera við hámessu. En mér skipaði móðir
mín að þreskja brjár byttur af byggi og hafa lokið
því áður en þær kæmu aftur."
„Þú skalt ekki gráta, en búðu þig og farðu á eftir
þeim til kirkjunnar. Ég skal sjá um að þreskja bygg-
ið,“ sagði fiskurinn.
Stúlkan bjó sig og fór til kirkjunnar og fór að lesa
bænirnar sínar.
Þegar presturinn sá hana varð honum á ( mess-
unni og gat hvorki tónað eða lesið.
Þennan dag var sonur konungsins við messu, og
hann varð svo hrifinn af stúlkunni, að hann sá ekkert
annað og langaði afskaplega til að vita, hvers dóttir
hún væri. Hann tók deigklístur frá þjóni sínum og
kastaði því undir annan gullna skóinn hennar, þegar
hún gekk út úr kirkjunni, og skórinn varð eftir.
„Ég ætla að giftast þeirri stúlku, sem á þennan
skó,“ sagði ungi prinsinn.
Þegar stúlkan var komin heim, komu móðir hennar
og eldri systir rétt á eftir. Þá segir kerlingin: „Það
var naumast að það var fegurðardís við kirkjuna (
dag. Presturinn gat hvorki tónað né lesið, hann horfði
bara á þessa stúlku. Það var nú eitthvað annað eða
að sjá smettið á þér.“
Yngri dóttirin þagði.
Á meðan þessu fór fram, þaut prinsinn úr einum
stað í annan að leita stúlkunnar, sem hafði týnt gull-
skónum, en hann gat enga fundið sem skórinn var
mátulegur. Að lokum kom hann heim til kerlingar og
sagði: „Kallaðu á yngri dóttur þína, ég ætla að máta
skóinn á henni.“
„Dóttir mín gengur ( skítugum skóm, og þessi skór
verður óhreinn, ef þú mátar hann á henni,“ svaraði
kerlingin.
Stúlkan kom samt og skórinn var henni mátulegur.
Prinsinn og karlsdóttir urðu svo hjón, og þau lifðu
vel og lengi og margt fólk á ættir stnar að rekja til
þeirra.
11