Æskan

Årgang

Æskan - 01.04.1975, Side 4

Æskan - 01.04.1975, Side 4
Hann bjó út á MeSalfellsströnd undir Felli. Hann var vel auðugur að fé. Hann átti eyjar þær, er heita Bjarn- eyjar. Þær liggja úti á Breiðafirði. Þaðan hafði hann skreið og mjöl. Þorvaldur var vel sterkur maður og kurteis, nokkuð bráður ( skaplyndi. Það var ein- hverju sinni, að þeir feðgar ræddu með sér, hvar Þorvaldur mundi leita á um kvonfang. En það fannst á, að honum þótti sér óvlða fullkosta. Þá mælti Ósvífur: „Vilt þú biðja Hallgerðar, lang- brókar, dóttur Höskulds?" „Hennar vil ég biðja,“ segir hann. „Það mun yður eigi mjög hent,“ sagði Ósvífur. „Hún er kona skapstór, en þú ert harðlyndur og óvæginn." „Þar vil ég þó á leita," segir hann, „og mun eigi tjóa að letja." „Þú átt og mest í hættu,“ segir Ósvífur. Síðan fóru þeir bónorðsför og komu á Höskulds- staði og höfðu þar góðar viðtökur. Þeir ræddu þegar erindi sín fyrir Höskuldi og vöktu bónorðið. Höskuldur svaraði: „Kunnugt er mér um hag ykk- ar. En ég vil enga vél að ykkur draga, að dóttir mfn er hörð í skapi. En um yfirlit hennar og kurteisi meg- ið þið sjálfir sjá.“ Þorvaldur svaraði: „Ger þú kostinn, því að ég mun skaplyndi hennar eigi láta fyrir kaupi standa." Síðan tala þeir um kaupið, og spurði Höskuldur dóttur sína eigi eftir, því að honum var hugur á að gifta hana, og urðu þeir ásáttir um allan kaupmála. Síðan rétti Höskuldur fram höndina, en Þorvaldur tók í og fastnaði sér Hallgerði og reið heim við svo búið. Höskuldur sagði Hallgerði kaupið. Hún mælti: „Nú er ég að raun komin um það, er mig hefur lengi grunað, að þú munir eigi unna mér svo mikið, sem þú sagðir jafnan, er þér þótti eigi þess vert, að við mig væri um talað þetta mál, enda þykir mér ráð þetta eigi svo mikils háttar, sem þér hétuð mér.“ Og fannst það á öllu, að hún þóttist var- gefin. Höskuldur mælti: „Ekki legg eg svo mikið við of- metnað þinn, að hann standi fyrir kaupum mínum, og skal ég ráða, en eigi þú, ef okkur skilur á.“ „Mikill er metnaður yðar frænda," segir hún, „og er það eigi undarlegt, að ég hafi nokkurn," — og gekk á braut slðan. 'Hún fann fóstra sinn Þjóstólf og segir honum, hvað ætlað var, og var henni skapþungt. Þjóstólfur mælti: „Ger þú þér gott f skapi. Þú munt vera gefin í annað sinn, og munt þú þá eftir spurð, því að alls staðar mun ég gera að þfnu skapi, nema þar er faðir þinn er eða Hrútur.“ Sfðan tala þau ekki fleira. Höskuldur bjó veislu og reið að bjóða mönnum til og koma á Hrútsstaði og kallar Hrút út til máls við sig. Hann gekk út, og gengu þeir á tal, og sagði Höskuldur honum kaupmála allan og bauð honum til boðs, — „og vildi ég, frændi, að þér þætti eigi ver, þótt ég gerði þér eigi orð áður en kaupmálinn réðst.“ „Betur þætti mér, að ég kæmi hvergi í nánd,“ seg- ir Hrútur, „því að hvorugu mun í þessu kaupi gifta, honum né henni. En þó mun ég fara til boðs, ef þér þykir sæmd f.“ „Það þykir mér víst,“ segir Höskuldur og reið heim síðan. Ósvífur og Þorvaldur buðu og mönnum og var eigi boðið færra en hundraði. Maður er nefndur Svanur. Hann bjó f Bjarnarfirði á bæ þeim, er heitir á Svanshóli. Það er norður frá Steingrfmsfirði. Svanur var fjölkunnugur miög. Hann var móðurbróðir Hallgerðar. Hann var ódæll og illur viðureignar. Honum bauð Hallgerður til boðsins og sendi Þjóstólf eftir honum. Hann fór, og voru vin- áttumál með þeim þegar. Nú koma menn til veislunnar, og sat Hallgerður á palli og var brúðurin alikát, og gekk Þjóstólfur jafn- an til tals við hana, en stundum talaði hann við Svan og fannst mönnum mikið um tal þeirra. Veislan fór vel fram. Höskuldur leysti út fé Hallgerðar með hin- um besta greiðskap. Síðan mælti hann til Hrúts: „Skal ég nokkrar gjafir fram leggia?" Hrútur svaraði: „Kostur mun þér af tómi að eyða fé þfnu fyrir Haligerði, og lát hér staðar nema.“ Þorvaldur veginn. Þorvaldur reið heim frá boðinu og kona hans með honum og Þjóstólfur. Hann fylgdi hesti Hallgerðar, og töluðu þau jafnan. Ósvífur veik að syni sínum og mælti: „Unir þú vel ráðinu? Eða hversu fór tal með ykkur?“ „Vel," segir hann, „alla blfðu lét hún uppi við mig, og mátt þú siá mót á, er hún hlær við hvert orð.“ „Eigi ætla ég hlátur hennar jafngóðan sem þú,“ segir Ósvffur, „en það mun þó sfðar reynast." Þau rfða þar til er þau koma heim. Um kvöldið sat hún hiá þúanda sínum og skipaði Þjóstólfi hið næsta sér innar frá. Fátt áttust þeir við, Þjóstólfur og Þor- valdur, og varð þeim fátt að orðum og fór svo fram um veturinn. Haligerður var fengsöm og stórlynd, enda kallaði hún til alls þess, er aðrir áttu í nánd, og hafði allt f sukki. En er voraði, var þar búskortur og skorti bæði mjöl og skreið. Hallgerður kom að máli við Þorvald og ræddi: „Eigi munt þú þurfa að sitja til alls, þvf að bæði þarf f búið mjöl og skreið." Þorvaldur mælti: „Ekki fékk ég nú minna til bús en vant var, og endist þá allt á sumar fram."

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.