Æskan - 01.04.1975, Qupperneq 5
Far þú hlngaB tll mfn.
Hallgerður mælti: „Ekki fer ég að þvf, þó að þú
hafir svelt þig til fjár og faðir þinn.“
Þá reiddist Þorvaldur og laust hana í andlitið, svo
að blæddi, og gekk síðan braut og kvaddi húskarla
sfna með sér, og hrundu þeir fram skútu og hlupu
Þar á átta karlar og reru út ( Bjarneyjar. Tók hann
Þar skreið sfna og mjöl.
Nú er að segja frá Hallgerði, að hún sat úti og var
skapþungt.
Þjóstólfur gekk að og sá, að hún var særð f and-
litinu og mælti: „Hvf ert þú svo illa leikin?"
..Þorvaldur veldur þvf, búandi minn,“ sagði hún,
"Og stóðst þú mér þá fjarri, ef þér þætti nokkuð
undir um mig.“
..Ég vissi eigi,“ segir hann, „en þó skal ég þessa
hefna.“
Síðan gekk hann á braut og til fjöru og hratt fram
skipi sexæru og hafði í hendi öxi mikla, er hann átti,
vafinskeftu. Hann stfgur á skip og rær út f Bjarn-
eyjar. Og er hann kom þar, voru allir menn rónir,
nema Þorvaldur og förunautar hans. Hann var að
hlaða skútuna, en þeir báru á út, menn hans.
Þjóstólfur kom að ( þvf og hljóp upp á skútuna og
hlóð með honum og mælti: „Bæði ert þú að þessu
htilvirkur og óhagvirkur."
Þorvaldur mælti: „Hyggst þú munu betur gera?“
..Það eitt munum við að hafast, að ég mun betur
ðera en þú,“ segir Þjóstólfur, „og er sú kona illa
gift, er þú átt, og skyldi ykkar samfarir skammar
vera.“
Þorvaldur þreif upp handsax eitt, er var hjá hon-
um, og leggur til Þjóstólfs. Þjóstólfur hafði öxina á
öxl sér og laust á móti, og kom á hönd Þorvaldi, og
brotnaði handleggurinn, en saxið féll niður. Sfðan
færði Þjóstólfur upp öxina f annað sinn og hjó f
höfuð Þorvaldi, og hafði hann þegar bana.
Glúmur fær Hallgerðar.
Bræður þrír eru nefndir til sögunnar. Hét einn Þór-
arinn, annar Ragi, þriðji Glúmur. Þeir voru synir
Óleifs Hjalta. Þelr voru virðingamenn miklir og vel
auðugir að fé. Þórarinn átti það kenningarnafn, að
hann var kallaður Ragabróðir. Hann hafði lögsögu
eftir Hrafn Hængsson. Hann var stórvitur maður.
Hann bjó að Varmalæk, og áttu þeir Glúmur bú sam-
an. Glúmur hafði verið lengi f förum. Hann var mikill
maður vexti og sterkur og frfður sýnum. Ragi var
vfgamaður mikill, bróðir þeirra. Þeir bræður áttu suð-
ur Engey og Laugarnes. Þeir bræður töluðu, Glúmur
og Þórarinn, og spurði Þórarinn Glúm, hvort hann
ætlaði utan, sem hann var vanur.
Hann svaraði: „Hitt hafði ég nú heldur ætlað, að
hætta kaupferðum."
„Hvað er þér þá f skapi?“ segir Þórarinn. „Vilt
þú blðja þér konu?“