Æskan

Årgang

Æskan - 01.04.1975, Side 18

Æskan - 01.04.1975, Side 18
Hversu hátt fljúga farfuglarnir? Sennilega flýgur kondórinn hæst allra fugla. Er það trú sumra, að hann kom- ist stundum upp f 20—21 þúsund fet. Loftið f þeirri hæð er orðið svo þunnt og snautt af súrefni, að litlir fuglar, flestir a. m. k., missa meðvitund, ef þeir eru fluttir upp í þá hæð í flugvél. Senni- legt þykir, að fuglar nái mun meiri hæð yfir háum fjöllum heldur en annars stað- ar. Þótt flugmenn hafi ekki rekist á fugla í meiri hæð en 15 þúsund fetum, hafa fjallgöngumenn f Everest skýrt frá því, að þeir hafi séð lambagamma og spóa á flugi f 20 þúsund feta hæð. Þeg- ar farfuglar fljúga um langa vegu, fara þeir venjulega undir lægstu skýjum, fara sjaldan upp fyrir þrjú til fjögur þúsund fet. — Information Roundup. hugsa um hættur eða dauðann, nema þá að hann standi honum beint fyrir hugskotssjónum, eða hann sé neyddur til þess að sjá hætturnar og taka tillit til þeirra." • „Aldrei geturðu getið upp á því, hvað hann hafði fyrir stafni í morgun,“ hélt Tennington áfram. „Ég var á heim- leið, hafði verið á veiðum. Ég gekk eftir dýraslóð. Mæti ég þá ekki karlinum allt í einu. Hann var á hraðri ferð og stefndi brott frá tjöldunum. Hann hélt höndum á baki undir frakkalöfunum. Á höfðinu bar hann pípuhatt. Hann laut höfði og starði á jörðina um leið og hann herti gönguna — út í opinn dauðann hygg ég — hefði ég ekki ávarpað hann: „Nú, prófessor! Hvert eruð þér að halda?“ — „Ég er á leið inn í borgina, Tennington lá- varður,“ svaraði hann, eins alvarlegur og vant er, „til þess að kvarta yfir því við póstmeistarann, hve illa hér er ræktur útbúrður póstsins. Ég hef ekki fengið svo mikið sem blaðsnepil í margar vikur. Ég ætti að minnsta kosti að eiga nokkur bréf frá Jane. Það verður strax að kæra þetta til Washington.“ — Og trúir þú því, ungfrú Strong,“ liélt Tennington áfram, „að ég átti fullt í fangi með að sannfæra karlinn um það, að hér væri enginn póstútburð- ur, ekki nein borg, og að hann væri ekki einu sinni á sama jarðarhelmingi, hvað þá í sömu álfu og Washing- ton. Þegar hann áttaði sig, fór hann að tala um dóttur sína — ég held bara að það sé nú í fyrsta skipti, sem hann hefur veitt því eftirtekt, hvar við erum stödd, og honum hefur komið í hug, að dóttir hans hafi kannski týnst.“ „Ég má ekki til þess hugsa," sagði stúlkan, „og þó get ég ekki annað en hugsað stöðugt um þá, sem vantar í hóp' inn.“ „Við skulum vona hið besta,“ svaraði Tennington. hefur verið okkur hrein fyrirmynd, því að þú hefur á vissan hátt beðið mest tjónið.“ „Já,“ svaraði hún. „Mér hefði ekki þótt vænna um Jane> þó að hún væri systir mín.“ Tennington lét ekki bera á undrun sinni. Hann átti alls ekki við þetta. Hann hafði mikið verið með þessan fögiu konu síðan skip lians fórst, og hann fann, að hofl' um þótti meira til hennar koma en svo, að hugur hans og tilfinningar gætu verið í ró, því að alltaf var hann að hugsa um leyndarmálið, sem Thuran hafði trúað honud1 fyrir: það, að þau Hazel Strong væru heitbundin. Honun1 lék forvitni á að vita, hvort Thuran hefði sagt alls kostar rétt frá. Af hálfu stúlkunnar hafði hann aldrei séð koina fram annað en algenga vináttu við Thuran. „Og sé Thuf' an látinn, hefur þú orðið fyrir verulegum ástvinamisS1’ að því er mér skilst,“ mælti hann. Hún leit snöggt á hann. „Thuran var orðinn góður vinur minn,“ sagði hún. „Mér var vel við hann, þótt við hefðum aðeins þekkst skamma stund.“ „Þú varst þá ekki heitbundin honum?“ hrópaði haU11 upp. „Nei, síður, en svo,“ svaraði hún. „Á þann hátt datt mer aldrei í huga að hugsa.“ 16

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.