Æskan - 01.04.1975, Page 30
,inn morgun vakna ég einsamall í rúminu. Hvar
skyldi pabbi vera? Æ, nú man ég það, —
hann hefst við í tjaldi, hátt, hátt uppi í fjalli, ásamt
Nonna, Beggu gömlu og Maríu Mens.
Sólin brosir við mér, það er eins og hún viti, að
það er mér að þakka, að hún kemst svo snemma inn
í baðstofuna. Utan við eitt gluggahornið glitrar á
köngulóarvef fjölsettan daggardropum. Ég sé vel,
hvernig dálitill sólargeisli læðist upp að nefinu á
mömmu til að kitla hana, og við drepum tittlinga
hvor til annars, sólargeislinn og ég, báðir óþreyju-
fullir að vita, hvernig þetta muni fara. Móðir mín
tekur nokkra kippi með höfðinu, sólargeislinn held-
ur áfram, — móðir mín lyftir hendi, en sólargeislinn
er hvergi smeykur.-----Loks, þegar móðir mín vakn-
ar með hnerra, skelli ég upp úr. Móðir min lítu'r á
mig og brosir svo hjákátlega, að ég verð að leggjast
niður til að geta hlegið nægju mína, og þegar hún
sussar á mig með hendinni, svo ég veki ekki systur
mínar, kæfi ég hláturinn í sænginni.----Meðan við
klæðum okkur, hljótt og í skyndi, hvísla ég að henni,
af hverju ég hafi verið að hiæja, og hún hvíslar aftur:
„Það er þokkaiegt að heyra, þetta skal ég svei
mér segja mömmu hans!“
Móðir mín ber mig út úr baðstofunni, því hún
treystir miðlungi vel gáfum mínum til að ganga há-
vaðalaust. Hún tekur tréskjólu, skál og mjólkursíu í
búrinu, og með þessi amboð förum við í fjósið. Óðar
en við opnum dyrnar, standa kýrnar okkar upp, slá
sig ánægjulega með hölunum og heilsa með vin-
gjarnlegu, lágróma bauli. Af öllum þessum látum
vaknar kálfurinn á bási sínum, sprettur á fætur, hrist-
ir sig, svo eyrun slettast um hausinn á honum, snipp-
ar að mér til að lokka mig til sín, lyftir halanum og
hoppar nokkur klaufsk hopp, og síðar, þegar ég kem
til hans og rétti honum höndina, tekur h'ann til að
sjúga hönd mína ákaft með mjúkum góm sínum og
hrjúfri tungupni.
Þegar móðir mín hefur lokið mjöltum, leysir hún
kýrnar, — ég kálfinn, — sem snubbar mig og flýgst
á við mig að gamni sínu, þegar ég kem nærri hon-
um, — og síðan rekum við þær út í morgundöggina.
Það brakar ofurlítið í stirðum liðamótunum á þeim
um leið og þær fjarlægjast og gnestur veikt í klauf-
um, en á meðan stöndum við mamma kyrr og höld-
um hvort í annars hönd, biðjum morgunbæn í lág-
um hljóðum og signum okkur á eftir ,,í nafni föður-
ins, sonarins og heilags anda" og teygum að okkur
morgunloftið, ferskt og svalt eins og vatn .í fjallaláek.
,,[ dag verður sólskin til kvölds,“ segir móðir mín.
„Nú skulum við reyna að flýta okkur, svo við getum
öll komist út í góða veðrið.“
Við göngum raulandi inn í búrið, þar sfar móðir
mín mjólkina, fyllir mjólkurkönnuna, hellir málnytinni
i nokkur grunn trog, hleypir undanrennunni af mjólk-
urtrogunum frá gærdeginum, hellir rjómanum í lítinn
strokk, lætur hann standa, meðan hún kveikir upp í
hlóðunum, setur vatnspott yfir eldinn, fer síðan inn
að strokka. Það fer að gutla í strokknum, og þetta
hljóð fyllir bæinn, en ég tek mér lítinn hrísvönd —
og byrja að sópa. Annað veifið sendir móðir mín mig
inn á baðstofuþrepin til að „hlusta", en ég heyri
lengi vel ekki annað en morgunhrotur Veigu innan
að. Móðir mín þvær skjólurnar, trogin og strokkinn
úr sjóðandi vatninu úr pottinum, raðar þeim til þerris
út í sólskinið, tekur brauðtrogið, lætur í það nokkrar
handfyllir mjöls úr kistu, gerir hvilft niður í mjölið,
smáhellir vatni í hvilftina og hrærir í á meðan, hnoð-
ar deigið, fletur eina og eina deigköku á fjöl, hefur
gát á, að kökurnar séu vel kringlóttar, stingur göt á
þær með járni, sest á hækiur fyrir framan hlóðirnar,
tékur gamla, sviðna sútleðurpjötlu undan steini' og
hefur hana að físispeldi til að blása að glóðinni. Ilm-
urinn af glóðarbökuðu flatbrauði fyllir' bæinn. Það
kemur vatn í munninn á mér, og ég er allt í einu
orðinn yndislega svangur, — heitt flatbrauð með ný-
strokkuðu smjöri er best af öllu, sem ég þekki. Þegar
móðir mín hefur lokið bakstrinum, eldar hún mjólkur-
graut, og þar sem baðstofan er enn í svefni, mokar
hún fjósið í skyndi, og ég elti með svolitla tréreku,
sem Nonni hefur smíðað mér, og strái mylsnu. Við
gerum að gamni okkar yfir því, hve skemmtilega
svöng við erum orðin, /móðir mín eys mjóikurgrautn-
um upp í skálarnar okkar, raðar þeim ásamt flat-
brauðinu, smjörinu og mjólkurkönnunni á bakka, sfð-
28