Æskan

Årgang

Æskan - 01.04.1975, Side 19

Æskan - 01.04.1975, Side 19
HUNDURINN SEM LÆRÐI AD LESA sinni var hundur, sem var að læra að lesa. Um !eið og hann var orðinn einn á skrif- 8*ofu húsbónda sfns hoppaði Jói, já það er alveg satt, litli hvolp- urinn var kallaður Jói, — upp á skrifborðsstólinn, og áður en þú 9ast talið upp að tíu, hafði hann Qripið í munninn einhverja bók af borðinu. Einn daginn var það kannski blá bók, annan gul eða rauð; liturinn skipti engu máli. Síðan hoppaði Jói niður úr stólnum og lagðist á gólf- fyrir framan gluggann, þar sem birtan var best. Hann fletti bókinni með hægri framfæti og tók til við að læra að lesa. Honum fannst það heldur erfitt, litla skinninu, því að enginn var til að kenna honum. En af þvf að húsbóndi hans var vanur að lesa upphátt fyrir alla fjölskyld- Una á kvöldin, mundi Jói setning-. arnar, sem hann heyrði þá og sagði við sjálfan sig: „Þetta var það, sem Þau lásu f gærkvöldi!" Að sjálfsögðu, ef einhver kom 'nn í herbergið — húsbóndi hans, húsmóðir, dóttir þeirra Gunna eða sonur þeirra Kalli — þá lokaði Jói Þegar f stað bókinni og fór þess f stað að naga hornin á henni eða iafnvel blöð hennar, þvf að hann var að læra að lesa f laumi og lang- aði til að koma húsbónda sfnum á óvart á nýársdag. Þau tóku þá bók- '°a frá honum og sögðu: „Þetta er nú meira óþekktardýrið, rffur allt og slítur.“ Þá lagðist Jói fram á lappir sfnar og faldi trýnið milli framlappanna og hugsaði með sjálfum sér: „Það er ekki satt. Ég rff aðeins svolftið f hanska og þess konar — það freistar mfn svo mikið, en hvað við- kemur bókunum, hef ég betri ástæður en þau getur nokkurn tfma grunað. Við skulum bara bfða og sjá hvað setur.“ Og næsta dag byrjaði hann aft- ur á nýjan leik. . Dag nokkurn fór fjölskyldan að tala um, hvað þau ætluðu að gefa hvert öðru f nýársgjöf, en saga þessi gerðist f Frakklandi og þar gefur fólkið hvert öðru gjafir þegar nýja árið gengur í garð, og þá vissi Jói að nú var stundin runnin upp. Að kvöldi nýársdags var öll fjöl- skyldan saman komin í dagstof- unni, Jói gekk fram og aftur og dinglaði skottinu í grfð og erg. Hann reis upp á afturfæturna og setti framfæturna á hné húsbónd- ans og horfði stórum augum á bók- ina, sem húsbóndi hans hélt á. — Gunna spurði hann: „Kanntu að lesa, Jói?" „Bíddu bara og sjáðul" sagði Jói við sjálfan sig. Og á augabragði fann hann auðvelda setningu á blaðsíðunni fyrir framan sig. Setn- ingin þýddi: Viltu kexköku? Hann byrjaði: V..., en í stað þess að Ijúka henni: Viltu kexköku, sagði hann: „Voff-voff-voff-voff- voffl" Og hann hugsaði með sjálfum sér: „O, þetta er hræðilegt! Ég hef lært að lesa þetta, en veit ekki hvernig á að bera það fram “ Hann hoppaði aftur á fjóra fætur og varð niðurlútur. En allir klöpp- uðu fyrir honum og sögðu: „Húrra fyrir Jóa.“ „Ennþá verra, þau gera bara grín að mér,“ hugsaði hann. Hann skreið út í horn og lagð- ist á koddann sinn, ákveðinn í að hreyfa sig ekki þaðan, það sem eftir væri af lífi hans. En ekki leið á löngu þar til hann heyrði einhvern muðla sykurmola og þá stökk hann á fætur og horfði biðiandi f kring- um sig. Enginn gat staðist augna- ráð hans — og hann fékk einn mola hiá öllum, nema Gunnu, — hún gaf honum tvo.

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.