Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1975, Síða 50

Æskan - 01.04.1975, Síða 50
Skrjtlur. gj j Feðgar sátu fyrir hjá Ijós- myndara, af þvi að sonurinn hafði verið að Ijúka langskóla- námi. — Stattu ögn nær honum föður þínum og styddu hend- inni á öxl hans, sagði Ijósmynd- arinn. — Ætli það færi ekki fullt eins vel á því, að hann hefði hana í vasa mínum? sagði fað- irinn. ; , Fyrr á öldum var kattadýrk- un mjög útbreidd ( Egypta- landi. Til dæmis var köttur- inn heilagt dýr, og lá dauða- refsing við því að drepa ketti. Sagt er, að Kambyses kon- ' ungur I Meda hafi eitt sinn náð borg úr höndum Egypta með því að beita köttum fyrir hersveitir slnar, en við það herbragð gátu Egyptar ekki ráðið. Ef heimiliskötturinn dó í Egyptalandi að fornu var heimilissorg, og til merkis um þá sorg rökuðu heimilis- menn af sér augabrúnirnar. : Texti: Johannes Farestvelt Teikn.: Solveig M. Sanden 1. „Farðu norður og niður, þú illa hross,“ kallar Bjössi um leið og Þrándur ýtir bátnum frá klettunum með veiðistönginni. Bjössi gerir upp færi sitt og segir; „Nú látum við okkur bara reka niður ána og sjáum til, hvort ekki bitur á bjá okkur.“ — 2. Brátt eru þeir sestir og hafa veiðarfærin úti. Þrándur hallar sér makindalega aftur, en hrekkur upp. „Hver skollinn, ég er allur á floti 1“ Og ekki ber á öðru, háturinn er hriplekur og er nú óðum að fyllast. — 3. „Við verðuni komnir í kaf áður en við komumst nokkuð áleiðis,“ kallar Bjössi. — 4. Báturinn er orðinn hálfur af vatni á örskammri stund og ekkert ílát til að ausa með og myndi lítið koma að gagni, þvi að vatnið streymir inn um allar rifur. „Við verð- um að reyna að stjaka okkur áfram með veiðistöngunum. Sérðu oddann þarna, segir Þrándur. „Við verðum að reyna að ná þangað.“ — 5. En þetta ætlar ekki að verða auðvelt, því að í sama mund sem Bjössi kippir stönginni til sín hefur bitið á færið, og að þessu sinni er ekkert um að villast. Stór urriði, sem ekki verður svo létt að innbyrða. — 6. „Stjaka þú, Þrándur, eins og þú getur,“ hrópar Bjössi. En báturinn fyllist óðum, þetta gengur lítið og enn er nokkur spölur að oddanum. En nú fær Þrándur óvænta hjálp, þvi að stóri urriðinn hans Bjössa setur á fulla ferð til lands. Þeir nálgast nú oddann á fullri ferð og báturinn er orðinn kafbáti líkastur, er þeir yfirgefa hann þarna á grynningunum og vaða í land, og Bjössi sleppir ekki veiðistönginni. Urriðinn spriklar og er ekki á Þv* að láta góma sig, en Þrándur dregur hægt að sér línuna og er ákveðinn í því að ná þessum væna fiski á land. 48

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.