Æskan - 01.04.1975, Síða 26
wmnauammmn
auðkindin hefur verið förunautur mannsins á
öllum öldum, sem sögur fara af, og það hef-
ur hún eflaust verið margar aldir aftur ( hinni myrku
fortíð, áður en öld hinnar rituðu mannkynssögu hófst.
Hennar getur á fyrstu síðum Biblíunnar. Abel, næst-
elsti sonur Adams og Evu, var sauðamaður. Ufl og
kjöt, skinn og mjólk kindarinnar hefur snemma komið
mönnum í góðar þarfir. Endur fyrir löngu hafði kindin
vanist alls konar loftslagi, bæði mjög heitu og mjög
köldu.
Kindin er líka auðtamin og skapgóð. Maðurinn hef-
ur svo lengi hugsað fyrir lífi hennar, að hún er hætt
að geta það sjálf. Varla þykir verða lengra jafnað en
til sauðarins um heimsku og meinleysi, samanber lýs-
ingarorðin sauðheimskur og sauðgæfur.
Villtum kindum, sem til eru í ýmsum löndum, er
annan veg farið. Þær eru skyggnar vel og fljótar að
verða varar hættunnar og flýja hana. En geti þær ekki
flúið, skipta hrútarnir sér í fylkingarbrjóst og verja
sig og fjölskyldu sína afburða vel.
Á sléttunum í Vesturheimi hefur það borið við, að
hrút og nauti hefur lent saman og þrátt fyrir stærðar-
muninn veitir hrútnum betifr. Flest, sem hann rennir
sér á, verður undan að láta. Hjá tömdu hrútunum eldir
talsvert eftir af hetjumóði villtu forfeðranna. Langbest
nýtur kindin sín frjáls í víðáttumiklu fjaillendi. Þannig
hefur heimkynni hennar verið upprunalega. Sjálfsagt
hefur það verið sumardvölin á afréttunum, sem bætt
hefur kindinni svo upp vetrarkulið í dimmu og loft-
leysi, að hún hefur haldið kostum sínum, þrátt fyrir
öll harðindi og horfelli og hraklega meðferð á liðnum
öldum.
24