Æskan - 01.10.1976, Blaðsíða 6
ráðanlega fiska á leið sinni, en einnig étur hann
lindýr, skrápdýr, orma og krabbadýr alls konar.
Algeng stærð þorskins er um 60—100 cm en 165
cm langur þorskur hefur mælst.
Yfirleitt er ýsan minni en þorskurinn, en lifir að
mestu á sömu miðum, en þó er ýsan ekki algeng við
Grænland, og er meiri grunnsævisfiskur en
þorskurinn. Ýsan er ekki eins matgráðug og
þorskurinn. Ýsan er botnfiskur og lifir mikið á alls
konar ormum, skeldýrum og skrápdýrum, og
ennfremur á alls konar smáfiski eins og loðnu,
sandsíli og svo á smáseiðum ýmissa fiska.
Ýsan þykir góður matfiskur hérlendis sem er-
lendis.
Hrygning ýsunnarferfram í apríl til júní á um 50 til
150 metra dýpi aðallega við suð-vesturströndina. í
Sædýrasafninu er yfirleitt ýsa til sýnis, en annars er
hún meðal þeirra fiska, sem mjög erfitt er að halda
lifandi í fiskasöfnum, því hún þolir illa hvers konar
hnjask og hitasveiflur.
Síldin er til víða á norðurhveli jarðar, en af henni
eru til nokkur mismunandi kyn eða stofnar. Venju-
leg lengd er 30—38 cm. Hrygningarsvæði íslensku
stofnanna er við suðurlandið frá Hornafirði og allt
til Breiðafjarðar. Síldin syndir um í stórum torfum í
ætisleit, en kjörfæðan eru lítil krabbadýr, sem
nefnd eru rauðáta.
Síld er afar erfitt að halda lifandi í fiskasöfnum,
og er síld aðeins til í fáum söfnum í heiminum- í
Sædýrasafninu hefur öðru hverju verið til sýnis síld
og hefur hún lifað allt að því 2 ár. Má þakka það
aðallega hve hitastigið er stöðugt, en miklar og örar
hitasveiflur eiga illa við síldina. Ennfremur verður
að fara mjög varlega með síldina, svo hún ekk|
missi hreistrið, en þá á hún sér venjulega ekki
margra lífdaga auðið.
í Sædýrasafninu er síldin fóðruð á loðnu-
hrognum, marflóm og lítillega á laxafóðri.
Síldin er Ijúffeng fæða og eftirsótt meðal margra
þjóða, þó við íslendingar höfum ekki komist upp a
lag með að vera miklir síldarneytendur. Hins vegar
hefur síldin verið ein helsta útflutningsvaran, fryst
eða söltuð, þó nú sé svo komið að friða hefur orði
íslensku síldarstofnana vegna ofveiði.
lengd-
Sandkolinn getur orðið 30—40 cm á
Sandkolinn er botnfiskur eins og aðrir flatfiska^
Hann er grunnsævisfiskur og lifir frá fjöruborði 0
niður á um 120 metra dýpi. Við ísland er sandkolia ^
algengur, en annars eru heimkynni hans ausia°
vert Norður-Atlantshafið. Sandkolinn hefur löngu
verið algengur í íslenskum höfnum og vinS
strákagaman þykir að veiða sandkola á færi. ^
Fæða sandkolans er alls konar smádýr, eins
ormar og lindýr. í Sædýrasafninu er að iaina
margt sandkola og eru þeir aldir á niðurbrytJu
fiskmeti.
ÆSKAN - Margar skemmtilegar myndasögur í hverju blaði-
4