Æskan - 01.10.1976, Síða 20
Það er eitt og annað, sem kemur í hugann, þeg-
ar farið er að róta til í ruslakistu minninganna
frá liðnum árum.
Ég ætla í þetta sinn að segja frá einni ferð minni
milli bæja heima. Ég var send með bréf og átti að
taka svar til baka. Það var röskur klukkustundar-
gangur milli bæjanna. Þetta var um haust og dagar
farnir að styttast. Nokkru eftir hádegi lagði ég af
stað. Ég sá að hestar voru á leið minni og tók því
með mér snæri og ætlaði mér að ná í einhvern
þeirra.
Það var austan gola og aðfall, en á tveim stöðum
flæddi yfir götuna. Sérstaklega þó á öðrum staðnum
gat orðið nokkuð djúpt, og féll þá sjórinn upp að
stórgrýttri urð, sem kallast Háu kleifar.
Ég hljóp inn eftir, þangað, sem hestarnir voru.
Það var aldrei fljótlegt að ná hestum að heiman,
svo ég náði í hest frá bænum, sem ég var send til
með bréfið, batt snærið upp í hann og fór á bak.
Hann var viljugur að fara heim á leið, hann óð yfir
dýpri ófæruna, sem ekki var orðin dýpri en í hné.
Ég reið greitt inn að túngirðingunni og batt hestinn
við staur undir bökkunum, þar sem hann sást ekki
frá bænum, ég vildi ekki, að neinn sæi, að ég hefði
stolið hesti þaðan. Svo fór ég heim að bænum.
Ég var svo óheppin, að húsbóndinn var fram í nátt-
haga að gera við girðingu, og varð ég að biða nokk-
uð lengi eftir honum. Loksins kom hann þó heim,
og þegar ég komst af stað aftur, var mikið farið
að skyggja. Það hafði hvesst þó nokkuð, svo ég vissi,
að nú .ilyti að verða orðið nokkuð djúpt á götunni
við urðina.
Ég hljóp niður fyrir bakkana, þar sem ég hafði
bundið hestinn, ég hafði haft hugsun á að hafa
snærið svo langt, að skepnan gæti náð í gras og
var hann að naga í kring um sig, þegar ég kom. Ég
var ekki lengi að leysa hann og hoppa á bak. Hann
brokkaði út yfir minni kleifina og niður í fjöruna.
Það var ekki mjög djúpt þarna, en þegar við komum
að urðinni, þá óð hann hiklaust út í. Ég lagðist á
hnén upp á bakið á honum.og hélt mér með báðum
höndum í faxið. Allt gekk vel, og komumst við heilu
og höldnu þangað, sem félagar hans voru á beit.
Þar stansaði klárinn og ekki var hægt að koma honum
úr sporunum. Ég leysti fram úr honum snærið og
ætlaði að ná i einhvern hinna hestanna, en þá tók
reiðskjóti minn til fótanna upp í hlíð og öll hin hross-
in á eftir honum, svo ég varð að ganga alla lei®
heim.
Ég sá að það var búið að kveikja Ijósin heima-
Ég varð að fara veg, sem lá um gamla hvalveiðistöð,
sem hafði verið þarna, og vildi ég helst ekki fara Þar
um, því þar átti að vera hópur af draugum. Eldri
bræður mínir voru ósparir á að segja okkur frá þess-
um verum. Ég ákvað því að ganga upp hjalla Þar
fyrir ofan og vaða ána, sem rann rétt fram hjá hval-
veiðistöðinni. Ég labbaði nú út götuna rétt ofan við
fjöruna. Þegar ég var komin nokkurn spöl út með.
HROSSAEIGN ÍSLENDINGA
Aldrei mun hrossaeign íslendinga hafa verið
meiri en nú. Samkvæmt framtalsskýrslum árið
1975 er hrossafjöldi á landinu talinn vera 46.551
og mun þó væntanlega nokkuð vantalinn. — Vél-
ar hafa nú að mestu leyst hestinn af hólmi við
landbúnaðarstörf og not af hrossum nú nær ein-
göngu tengd smalamennsku og fjárgæslu auk
þess að vera snar þáttur í tómstundaiðju margra.
# ÆSKAN - Fyrir að safnai
allt að 30 nýjum kaup-
endum fáið þið myndavél.