Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1976, Blaðsíða 23

Æskan - 01.10.1976, Blaðsíða 23
Errol Flynn, hinn heimsfrægi bandaríski kvikmynda- leikari, hetjan úr ævintýramyndunum: „Hrói og höttur og kappar hans“ og „Captain Blood" segir um áfengið: — Áfengið er mikið verra en öll önnur deyfilyf. Þú getur keypt áfengi á hverju götuhorni í Bandaríkjunum. Áfengið eyðileggur heilann, lifrina, mannorðið, starfs- orkuna, kynorkuna og gerir þig að lötum iðjuleysingja. þaö er sorglegt, að vínbannið skyldi ekki komast á. Það var ekki haldið rétt á málunum,, það var farið of geyst af stað. í staðinn fyrir algert bann heföi átt að skammta það, 9efa út lyfseðil fyrir því. Algert bann hefur alltaf neikvæð áhrif á menn. Þegar neitað er um valfrelsi, þá er maður í andstöðu við eitt það dýrmætasta í lífinu. Fjöldinn umber Það ekki. Áfengið gerir mann heimskan og maður gerir alls konar axarsköft, sem manni mundi aldrei detta í hug sð gera allsgáður. Ég vil gera þá játningu, að ég er áfengissjúklingur og hef neytt eiturlyfja. Áfengið er alls staöar til sýnis og sölu og við sem erum veikir fyrir — ..veikir á svellinu" — neytum þess, og það verður okkur sð falli. Það er líka valdhöfunum um að kenna, að leyfa áfengið hindrunarlaust og að láta það vera alls staöar til sýnis og sölu án nokkurra hafta. Ég veit hvað ég er að se9ja, því ég hef drukkið áfengi meira og minna allt mitt líf. Errol Flynn varð ekki langlífur, — hann dó 50 ára gamall. B.S. þýddi þessa frásögn úr sjáifsævisögu Errols plynns. ERROLFLYNN ®ða svona inn í kennslustund hjá ^ár, viltu bara gjöra svo vel að koma Þér út og það strax. En Snati, sem var nú kominn inn á ^eðal kettlingana, lét sem hann Þeyrði ekki þessi orð herra Brands. ^esalings kettlingarnir voru alveg °fsalega hræddir, þeir gátu varla hreyft sig, svo Snati gat glefsað í allar áttir og það var ósköp að sjá sum kettlingagreyin, svo þetta hefði getað ,ar'ð illa, ef herra Brandur hefði ekki staöiö upp úr sæti sínu og gengið hröðum skrefum að kettlingahrúg- Ur)hi sem reyndi að bítast af bestu 9etu við Snata á gólfinu. Herra Brandur, sem var ekki lengur hrædd- Ur heldur reiður, skipaði kettlingunum að fara frá og þið megið trúa að þeir v°ru fljótir að hlýða í þetta sinn. Herra Brandur sneri sér að Snata og sjá "'átti á Snata að hann varð dálítið hissa hvaö herra Brandur var hug- hraustur. Nú Nú! Kattakennarinn tók í hnakkadrambið á Snata og ætlaði að draga hann að dyrunum en nú varö Snati reiður og sneri sig úr loppu herra Brands og stökk á hann með mikilli bræði og beit hann í hálsinn. Herra Brandur hvæsti af sársauka en réðist síðan til bardaga við þennan nýja óvin sinn, svo nú upphófst hinn hræðilegasti bardagi milli Snata og herra Brands. Vesalings kettlingarnir lágu í öllum krókum og kimum, í gluggum, á borðum eða stólum og allsstaðar, þar sem þeir gátu falið sig. Barist var enn af mikilli reiði en samt mátti sjá að þeir voru farnir að þreyt- ast, kattar- og hundshár lá um alla kennslustofuna því mikið var klórað og bitið á báða bóga. Allt í einu ráku kettlingarnir upp mikið gleðióp. Herra Brandur og Snati litu upp. Snati sá sér til mikillar skelf- ingar, að í dyrunum stóð enginn annar en Högni hrekkvísi, og köttur- inn sá lét sig ekki muna mikið um að reka einn hund á dyr og þótt meira hefði verið. Frægðarsögur um hann hafði hvert dýr í öllum bænum heyrt. Snati leit í kringum sig í skyndi, en hann sá enga leiö til að komast und- an, enda kom hetjan Högni hrekkvísi nú æðandi að honum og þeir urruðu og hvæstu að hvor öðrum og tókust svo á. En þessi bardagi endaði meö sigri Högna, enda var ekki viö öðru að búast. Aumingja Snati hentist út úr skólahúsinu og þið megið trúa, að hann kom aldrei framar svo mikið sem í götuna sem skólinn var í eftir þetta. En nú urðu mikil fagnaðarlæti í skólastofunni og Högni var hér sem annars staðar hugrakkasta hetja kattanna. Sögulok. Erna Valsdóttir • ÆSKAN - Bókaskrá blaðsins var send til allra kaupenda með síðasta blaði. 21

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.