Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1976, Blaðsíða 28

Æskan - 01.10.1976, Blaðsíða 28
„Það er allt of algengt að börn allt niður I 5 ára séu á reiðhjólum, en við teljum að börn eigi alls ekki að fá hjól fyrr en 7 ára og helst ekki fyrr en 10 ára. Það er glapræði að ætlast til að unglingar geti bjargað sér í umferð- inni á reiðhjóli," sagði Sigurður Ágústsson hjá umferðarráðinu í Reykjavík nýlega við eitt dagblaðið, er það ræddi við hann um reiðhjól og umferðina. Samkvæmt lögum mega ekki yngri en 7 ára börn vera á ferð á hjóli á , almannafæri, það er á akbrautum. Ennfremur sagði Sigurður: „Það er líka full ástæða til þess að brýna fyrir foreldrum að fylgjast vel með reið- hjólum barnanna. Viö höfum reynt að kenna börnum á hjólum að varast hætturnar í umferðinni, einkum í umferðarskólanum, og í vetur fór ég á Álfarnir urðu mjög glaðir, þegar þeir sáu nýju fötin og skóna. Þeir fóru strax í fötin og settu upp skóna og fóru svo að dansa af gleði og þeir dönsuðu langa lengi á vinnuborði skósmiðsins. Svo heyrðu hjónin, að álfarnir sögðu hvor við annan: „Nú erum við orðnir allt of fínir til að sauma skó. Við vinnum ekki svona lengur." Síðan stukku þeir út um gluggann og sáust aldrei síðan. En það gerði skósmiðnum og konu hans ekkert til, því þau áttu nóg fyrir sig að leggja og voru hamingjusöm alla ævi. Þorvarður Magnússon þýddi. REIÐHJÓLIÐ milli skólanna og skoðaði reiðhjólin sem börnin fór á í skólana. Því miður var stór hluti af þessum hjólum hreint rusl og algerlega ólögleg. Þetta er alvarlegt, þar sem megnið af slysum á reiðhjólum verður hjá börnum á þessum aldri og oft eru þetta alvarleg slys." Hvað snertir hinar ýmsu tegundir af reiðhjólum, sem nú eru á mark- aðinum, sagði Sigurður að nauð- synlegt væri fyrir foreldra að huga vel að öryggisútbúnaði reiðhjólsins, áður en fest væru kaup á því. Sagði hann að litlu hjálparhjólin væru ágæt og hjálpa þau barninu mjög við að halda jafnvægi, en hjól með mjög háu stýri og litlu framhjóli, eins og nú eru í tísku, geta verið mjög völt. Best er að börnin haldi sig eingöngu á stígum og göngugötum með hjólin og fari alls ekki út á akbrautir fyrr en þau eru orðin vel aö sér í umferðarreglum og örugg á hjólinu. Sæti hjólsins verður að vera í réttri hæð, og hin löngu og mjóu sæti bjóða oft hættunni heim, þegar börn fara að reiða hvert annað á þeim, en slíkt er mjög hættulegt. Þa er mjög hættulegt ef börnin fara að breyta hjólunum. Hvað skyldi kosta að kaupa sér nýtt reiðhjól í Reykjavík í dag? Það munu vera aöallega tvær verslanir í Reykja- vík, sem selja mest af reiðhjólum. Hér fáum við svarið. Reiðhjól fyrir ungl- inga kostar allt frá 15 þúsundum upp í 70 þúsund, en alls eru milli 30 og 40 tegundir af reiðhjólum í verslunum. Ennfremur eru á markaðinum svo- kölluð fjölskylduhjól, sem eru ekki með stöng og ætluð fyrir bæði kynin- Kosta þau frá 25 þúsund krónum og er jafnvel hægt að fá þau þannig að þau megi brjóta saman. Hjólin eru frá Póllandi, Englandi og Noregi og eru norsku hjólin almennt talin fdH' komnust, enda dýrust. Twiggy, er var þekktasta fyrirsæta heimsins á sjöunda áratugnum, hefur nú ákveðið að giftast leikaranum Micha- el Whitney. Twiggy kvað vera í sjöunda himni um þessar mundir að vera loksins iaus úr gamla „Twiggygervinu“, því nú getur hún borðað allt sem hana langar í. 26 • ÆSKAN - Hundruð heimilisfanga vegna bréfa- skipta hér á landi og víða um heim.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.