Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1976, Blaðsíða 30

Æskan - 01.10.1976, Blaðsíða 30
mm Með á nótunum Jæja, krakkar, eða á ég að segja: Komið þið sæl, eða „hæ gæ“ eða sælar „skvísur", þetta er nú ekki allt íslenska, en ég veit um mann sem endaði þátt sinn alltaf svona: „Verið þið sæl að sinni". Málfræðingar þelr, sem fræða okkur um hvernig við eigum að tala, eru nú ekki allir á eltt sáttir hvað er góð íslenska og hvað ekki. Persónulega sé ég ekkert athugavert við tökuorðið skvísa, en það var á allra vörum eftir að leikrit Agnars Þórðarsonar, Víxlar með afföllum, var flutt í Htjóðvarpinu. Ég ætla að notast vlð orðin Hæ þið þarna, mér finnst það alltof alvarlegt að segja: „Háttvirtu ungu lesendur". En þlð skuluð hlusta á þættina íslenskt mál í Hljóðvarpinu og Mælt mál, því það er aldrei að vita nema þeir fari að tala um mig sem „glæpon“ (Þetta orð er komið inn í málið, en ekki úr íslensku). Þessi þáttur hefur hlotið nafnið: MEÐ A NÓTUNUM og ég heiti Benedikt Viggósson og er voðalega vitlaus, því ég skrifa bara á ritvél, en þegar ég ætla að skrifa með penna þá skil ég ekki upp né niður í því sem ég hef skrifað og það er svakalega asnalegt. Það er meiningin að hafa sem mest af íslensku efni í þessum þáttum, en ég mun láta fróðleiksmola um erlendar hljómsveitir og söngvara fljóta með. Verið þið sæl í bili. Einu sinni var hljómsveit Rúnar Júlíusson. Nú vita allir að „Lonlý Blú Bojs" erú t' þeir sömu og þeir sem sungu inn a plötu með Hljómum 1974, en það voru , þeir: Gunnar Þórðarson, Engilbert Jen' , sen, Rúnar Júlíusson og Björgvin / Halldórsson. Einu sinni var Björgvin [ svo vinsæll þegar hann söng nieö hljómsveitinni Ævintýri að aðdáendur hans brutu sumir uppúr einni fran1 tönninni til aó líkjast honum serT1 mest. Einu sinni var hljómsveit sem hét Hljómar; þeir sungu fyrstir allra inn á ,,bítla“-plötu, en þar var Engilbert Jensen vinsælastur þótt búið væri að víkja honum úr hljómsveitinni og trommuleikari að nafni Pétur östlund kom í staðinn, en lagið sem Engilbert söng varð ákaflega vinsælt, en það hét „Bláu augun þín" og er eftir Gunnar Þóröarson. Síðan komu tvær stórar plötur eða „breiðskifur" eins og sumir kalla 12 laga hljómplötur, jafnvel þótt plöt- urnar væru allt að 14—16 laga, en næstu stóru plöturnar komu út 1967 og 1968 og útgefandinn var Svavar Gests, en hann kallar útgáfu sína SG-hljómplötur. Platan sem kom út 1968 var einnig með ungri stúlku sem var vinsæl áður með hljómsveit sem hét Óðmenn. Stúlkan heitir Shady Owens og var þá 19 ára gömul, faðir hennar var út- lendingur, en mamma hennar íslensk, á báðum þessum hljómplötum söng og spilaöi á trommur áðurnefndur Engilbert Jensen, þótt söngur hans nyti sín á þeim plötum ekki alltaf sem best, en auðvitað var sungið á íslensku. Erllngur. Engllbert.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.