Æskan - 01.10.1976, Side 50
Hinn heimsfrægi Alfred
Hitchcock er ekki dauður úr
öllum æðum, þótt orðinn sé
77 ára og eigi við hjarta-
veilu að stríða. Hann hefur
nýlega sent frá sér nýja mynd,
sem er sú 53. í röðinni. Fjallar
þessi nýja mynd um rán á
erkibiskupi í augsýn safnað-
arins. Mynd þessi er sama
hrollvekjan og fyrri myndir
hans, sem valda sýningar-
gestum kvikmyndahúsanna
engu minni gæsahúð en
myndir hans gerðu fyrir ára-
tugum síðan.
Orðsending
Munlð að setja nafn og
heimilisfang ykkar á bréfin
þegar þlð skriflð okkur. Það
er góð regia að setja nafn sitt
aftan á umslagið sem bréfið
er sent í, það er trygging fyrir
því að bréflð komist til skila.
Jafnaldrar
í öðrum
löndum
Þeim unglingum, sem biðja
um bréfaviðskipti við jafn-
aldra sína í Danmörku, Noregi
og Færeyjum, skal bent á að
skrifa til eftirtalinna blaða:
Norsk Barneblad, Larvik,
Norge; Magne, Akersgata 5,
Boks 544, Sentrum, Oslo,
Norge; Det nye Dansk
Familieblad, Rygmestervej 2,
Köbenhavn, Danmark og
Barnablaðið, pósthólf 202,
Tórshavn, Föroyum.
ni||AA| nm I R Tex,,: Johannes Farestvelt
uJUðul nULLfl ,3 Telkn.: Sotvelg M. Sanden
.. . ■_ _____________ ________
1.1 dag byrjar skólinn og Bjössi er snemma á fótum. Hann læðist inn í herbergið
hennar Bjargar, sem steinsefur ennþá og veit ekki neitt, og það gengur vel hjá
Bjössa að ná í einn af kjólunum hennar í skápnum, og peysu tekur hann líka. —-2-
Þegar þau eru að borða morgunverðinn, rekur mamma hans augun í skóla-
töskuna, sem Bjössi er búinn að troða út með fötunum hennar Bjargar og bókum-
„Þetta er nú meiri farangurinn, sem þú ert búinn að binda á þig. Er það nu
nauðsynlegt svona fyrsta daginn að hafa allar þessar bækur með sér?" Bjössi
verður hálfórólegur, en er fljótur að átta sig. „Kennarinn sagði okkur að hafa me
okkur hlý föt, því að veðrið getur breyst." — 3. Á leiðinni í skólann hittir hanh
Þránd, sem hjálpar honum að skipta um föt, og Þrándur skemmtir sér konungle9a
við að horfa á umskiptin. — 4. Krakkarnir eru ekki lengi að uppgötva hver leynist i
þessum klæðnaöi og öskra af hlátri. „Haldið ykkur saman,“ segir Þrándur, ..°9
látið ekki á neinu bera, því nú leikum við á jómfrúna." — 5. í því kemur kennarinh
og allt dettur ídúnalogn. Hún ersvo góðleg finnst Bjössa, sem hefur komiðsérfyrir
á aftasta bekk stelpnamegin. Nú er um að gera að vera kaldur. — 6. Kennarinh
ávarpar börnin vingjarnlega og segir því næst: ,,Þá eru það nöfnin. Við byrju
aftast. Hvað heitir þú? spyr hún og bendir á Bjössa. ,,Ég heiti Bolla,“ byrjar Bjössl-
„Það var undarlegt nafn," tautar kennarinn.
ÆSKAN - Þáttur um heimilið. — Matur, baksturog fleira.i