Æskan - 01.03.1982, Blaðsíða 6
,,Þú skalt fara,“ mælti ein af hafmeyjunum. Hún hét
Dugleg, og bar nafn með rentu. Dugleg tók perlu af
hálsbandi sínu og sagði: ,,Þessa perlu gaf amma mér. Ef
þú gleypir perluna færðu þrjár óskir uppfylltar. Flýttu
þér!“
Snör gleypti perluna. En hafmeyjarnar horfðu hrædd-
ar á þessa athöfn. Hún mælti: ,,Fyrsta ósk mín er sú, að
ég fái tvo fætur, svo ég geti gengiö." Þegar hún hafði
sagt þessi orð datt sporðurinn af Snör og hún fékk tvo
fætur eins og menn. Hafmeyjarnar góndu á hana. En svo
fóru þær að hlæja og sögóu: ,,Mikla haf. En hve þú ert
skrýtin, Snör.“ ,,Önnur ósk mín er sú, að ég geti um
stund andað að mér lofti."
,,Nú máttu ekki bera upp fleiri óskir,“ sagðiDugleg.
,,Þriðja óskin verður að vera um það, að þú komist heim
aftur."
,,Já, það er rétt,“ sagði Snör. ,,Nú flýti ég mér upp á
land. Verið þið sælar á meðan. Geymið sporðinn minn
þar til ég kem aftur í kvöld.“
Snör óð í land og faldi sig bak við stóran stein. Á
steininum var blár kjóll. Þennan kjól tók Snör og klæddist
honum. Hún ætlaði að láta hann á sama stað er hún
kæmi aftur.
Hvarvetna var eitthvað merkilegt eða skrítið að sjá.
Aldrei hafði Snör til hugar komið að svo margt nýstárlegt
bæri fyrir augun.
Sandurinn var þurr, heitur og laus í sér. Steinarnir voru
líka heitir. En hitinn átti illa við Snör. Ekki vissi hún að
hitinn væri frá sólinni. En grasið á landi líktist sjávar-
Þú hefur að líkindum heyrt eða lesið um hafmeyjar.
Þæreru einkennilegar verur, og eiga heima ísjónum. Efri
hluti líkama þeirra er eins og á mönnum, en í staö fóta
hafa þær sporð. Hafmeyjarnar synda því eins og fisk-
arnir.
Hér mun sagt frá hafmeyju, sem komst í ævintýri. Hún
bar nafnið Snör vegna þess að hún var svo fljót í snún-
ingum. Hún átti heima í venjulegu sjávarþorpi, er stóð
nærri ströndinni. En á þeirri strönd stóð þorp er menn
bjuggu í.
Sumardag nokkurn földu Snör og allar vinkonur
hennar sig milli steina og þangs, og aðgættu manna-
börnin, sem vorðu að baða sig. Þeim þótti gaman að sjá
börnin úr landi svamla í vatnsborðinu. Þau fóru ekki
langt niður í sjóinn. Hafmeyjunum þótti fætur barnanna
skrítnir. En skrítnast virtist þeim að sjá að börnin voru
klædd fötum. Hafmeyjarnar hlógu svo mikið að þeim varð
illt í maganum.
Skyndilega sagði Snör: „Hugsið ykkur, hve gaman
væri aó fara í land. Mig langar til þess að koma þar einu
sinni.“
,,Ertu gengin af göflunum?" hrópuðu stallsystur
hennar. ,,Þú kemst aldrei heim aftur. Veistu það ekki. Á
landi geturðu ekki hafst við. Þú hefur sporð en ekki fæt-
ur.“
,,0, ég veit það," sagði Snör og andvarpaði. ,,En mig
langar svo mjög til þess aó litast um í landi. Ég vildi
gjarnan reika þar um dálitla stund. Þegar ég kæmi aftur
gæti ég sagt ykkur hvað fyrir mig hefði borið."
SKIP
Öll eigið þið tóma eldspýtustokka, og margt er hægt
að búa til úr þeim. Hérna á myndinni sjáið þið skip, sem
gert er úr tómum eldspýtnastokkum, en vitanlega þarf
að klippa og skera þá dálítið til, t. d. gera stefnið og
skutinn sem líkast því, sem er á skipunum, sem þið sjáið
liggja við bryggjuna, þegar þið gangið niður að höfninni.
FÖNDUR
6