Æskan - 01.03.1982, Blaðsíða 11
Þegar ég var lítil stúlka, átti ég sí-
amskött. Það var læða. Hún var mjög
3 gömul, mjög vitur og mjög falleg. Það
e|na, sem mér fannst athugavert við
hana, var rófan. í stað þess að vera
þráöbein, þá var hlykkur á henni, eins
konar krókur.
Kvöld eitt, áður en ég fór að sofa,
spurði ég hana, hvernig stæði á
Þessum krók. Hún leit á mig með sín-
um stóru, bláu augum, dinglaði róf-
unni og sagði: ,,Það er gömul saga, ef
Þú lofar að loka augunum og hlusta
Þljóð, skal ég segja þér hana."
■ ■Ég lofa því," sagði ég, og ég lok-
j aöi augunum.
Hún talaði hægt og þetta er það,
sern hún sagði mér:
Mér var sögð þessi saga af móður
minni, sem heyrði hana hjá móður
sinni, en hún heyrði hana aftur hjá
móður sinni, og þannig hefur hún
varðveist.
það var einu sinni ung prinsessa,
sem var mjög fögur. Hún átti marga,
marga fallega hringa, sem hún hafði
mikið dálæti á að bera.
Dag nokkurn gekk hún og kötturinn
hennar í skóginn, og þau komu að
lítilli og fallegri tjörn, sem virtist vera
tilvalin til að synda í. Það var heitt í
veóri, svo að prinsessan ákvað að
synda. Hún var í þann veginn að stíga
ut í vatnið, þegar hún mundi allt í einu
eftir hringunum. Auðvitað gat hún
ekki verið með þá á meðan hún synti,
Því að hún gat misst þá af sér. Hún
vildi ekki skilja þá eftir á bakkanum,
Því að hún vildi ekki að neinn stigi
ofan á þá.
Nonni litli var ákaflega heiðarlegur
drengur, en eitt sinn vildi það óhapp
til að hann braut rúðu í skólanum.
Honni var ósköp dapur og niðurdreg-
lnn Þegar hringt var í næsta skóla-
Þma, sem var kristinfræðitími.
Hann bjóst við að fá harðar ávítur
Þjá kennaranum og settist þungt
Þugsi og skömmustulegur í sæti sitt,
°9 fiktaði við fingur sína, og allt fór
fram hjá honum, sem fram fór í
kennslustofunni.
Allt í einu spurði kennarinn. ,,Hver
Á
Patti Cioffi:
Síams-
kötturinn
Hún var að því komin að hætta við
sundið og fara heim, þegar kötturinn
hennar talaði við hana og sagði:
,,Hvers vegna seturðu þá ekki upp á
rófuna á mér?“
,,Þakka þér fyrir, kæri köttur, en ef
þér dytti nú í hug að fara á músaveið-
ar? Hringarnir myndu þá detta og týn-
ast." Litla prinsessan andvarpaði.
,,Nei, ég verð bara að gleyma þessu
með sundið."
,,Hæ, nú dettur mér gott ráð í hug,"
sagði kötturinn. ,,Ef þú setur hringana
upþ á skottið á mér og beygir uþþ á
endann, þá muntu sjá, að þessir fal-
legu hringar munu ekki detta af, jafn-
vel þótt mér dytti í hug að fara á
músaveiðar."
,,Þú ert svo sniðugur. Ég ætla að
gera það. Þarna, þá eru þeir komnir.
Nú máttu veiða hvað sem þú vilt, kæri
köttur. Hringarnir munu sitja kyrrir,
þangað til að ég tek þá." Að svo
mæltu stakk prinsessan sér í tjörnina
og synti og lék sér allan daginn.
Upp frá þessu setti prinsessan
hringana alltaf upp á rófu kattarins, ef
hún tók þá af sér. Og þegar kötturinn
eignaðist kettlinga, höfðu allir kett-
lingarnir hlykk á rófunni, og aðrar
prinsessur settu sína hringa á rófur
þeirra. Þetta hefur alltaf verið svona.
Og þetta er ástæðan fyrir því, að ég
og allir aðrir síamskettir eru með hlykk
á rófunni.
Þetta sagði móðir mín mér, en hún
heyrði það hjá móður sinni, sem
heyrði það aftur hjá sinni móður — og
þannig endalaust.
skapaði heiminn, Nonni?" Nonni
hrökk upp úr dvalanum, þegar hann
heyrði nafn sitt, en heyrði ekki
sþurninguna frekar en annað, sem
fram fór, og bjóst nú við að fá
skammadembu frá kennaranum.
Hver var sekur?
„É-é-ég gerði það e-ekki," stamaði
Nonni.
,,Hvað segirðu barn?" sagði kenn-
arinn alveg forviða, og allir gláptu
undrandi á Nonna. Vesalings Nonna
féll þá allur ketill í eld. Hann fór að
hágráta og sagði:
„Jú, annars, ég gerði það, e-e-en
það var óviljandi, og ég skal aldrei
gera það aftur."
Þið getið nærri, hvort Nonni hafi
fengið skammir fyrir rúðubrotið.
11
■■■■■