Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1982, Blaðsíða 18

Æskan - 01.03.1982, Blaðsíða 18
úr eða losna við kvillann. ,,Fíla- pensla" ætti aldrei að kreista. Læknar geta reynt að flýta fyrir batanum með því að hreinsa svitaholurnar með vissum efnum. Það er algengara, að konur þjáist af húðkvillum en karlar. Læknar segja, að til þess liggi þrenns konar orsakir: 1. Konur nota meira að fegrunarlyfj- um á andlit og hendur en karlar. 2. Konur leggja meira uþp úr útlitinu en karlar og eru því oft óþolinmóðar að bíða eftir að náttúran sjálf græði og lagfæri — og reyna því sjálfar að flýta fyrir. 3. Húðkvillar kvenna á höndum stafa oft af því, að konur fást mikið við margs konar þvotta, en mörg þvotta- efni eru skaðleg höndunum. Ýmiss konar ofnæmi kemur fyrst fram á hörundinu. Þegar læknar finna enga augljósa orsök til útbrota á hör- undinu, prófa þeir viðbrögð hörunds- ins gegn ýmsum efnum, sem margir hafa ofnæmi fyrir. Algengust þessara eru: ryk, frjóduft úr blómum, mjólk og dýrahár. Þessi próf fara þannig fram, að ör- litlu af efninu er sprautað grunnt í húð sjúklingsins. Sé um ofnæmi fyrir efn- inu að ræða, bólgnar húðin kringum stungustaðinn. Þessi aðferð er og notuð, þegar rannsaka skal, hvort menn hafa tekið þerklabakteríuna. Sumir húðkvillar eru ekki líkamleg- ir, heldur stafa af sálrænum orsökum, og eru þeir erfiðastir viðureignar. Ýmis algeng og augljós viðbrögð húðarinnar stafa frá tilfinningalífinu, án þess þó að við það sé neitt sjúk- legt. Fólk getur orðið kafrjótt í andliti af vandræðaskaþ einum og feimni — og svitnað af eftirvæntingu eða ótta. HIRÐING HÚÐARINNAR OG BÖÐ Besta hreinsiefnið á húðina er venjuleg sáþa og vatn, en sérfræð- ingarnir segja, að flestir noti of mikið af þessu, sérstaklega yfir vetrartím- ann. Tíð nærfataskipti eru oft eins áhrifamikil og þöð. Hversu oft á hver og einn að fara í bað? Það fer eftir veðrinu, aldrinum og ásigkomulagi húðarinnar. Ungt Fyrir 20—30 árum voru verkfæri þau, sem myndin er af, ómissandi á hverj- um íslenskum sveitabæ. Sláttu- mennirnir fluttu steðjann og klöpp- una með sér á engjarnar, og oft varð að klappa Ijáina, einkum er þurrkar gengu og hart var í rótina. Þessi verkfæri voru að fullu lögð niður seint á þriðja tugi þessarar aldar, þegar norsku Ijáirnir voru fluttir til landsins. fólk, sem hefur ekki þurra húð, getur brugðið sér daglega í bað á sumrin, án þess að það hafi nein ill áhrif. En roskið fólk með þurra húð þarf máske ekki að fara nema einu sinni í bað vikulega yfir veturinn til að það komi niður á hörundinu. Ef þú finnur fyrir kláðafiðringi að afloknu baði, ættirðu að fækka bað- dögunum. Ef það gagnar ekki, væri ráð að prófa að hafa vatnið ekki eins heitt næst, Roskið fólk skyldi aldrei nota heitt vatn og ekki nema mjög feitar sápur, því þær hlífa húðfitunni. Vegna starfa sinna, er húsmæðrum hætt við að fá ýmsa hörundskvilla. Hver húsmóðir ætti að eiga þægilega leður- eða plastglófa — klædda lér- efti að innan, svo leðrið aða plastið erti ekki húðina. Eftir því sem læknarnir segja, þá gefur almenningur húðinni á líkama sínum mjög lítinn gaum. ,,Það á að taka tillit til húðarinnar eins og hvers annars líffæris," segja þeir. ,,En það er erfitt að fá þann mann til að hvíla sig, sem ekkert er að ,,nema" húð- kvilli. En væri þessum sama manni sagt, að hjartað eða lifrin væri í ólagi, mundi hann undir eins fara að ráðum okkar læknanna." Ýmsar hlégiljur vaða uppi um margt viðkomandi húðinni, og skal hér á eftir leiörétt ýmislegt af því. FÆÐINGARBLETTIR: standa ekki í neinu sambandi við reynslu eða hug- arástand móðurinnar um meðgöngu- tímann. Við getum alveg eins haldið mislitu spjaldi fyrir framan hænu í þeirri von, að hún verpi mislitu eggi, eins og trúað því, að eitthvað óvænt beri fyrir augu barnshafandi konu, valdi fæðingarbletti á fóstrinu. Ef fæðingarbletturinn er lítill og ekki á áberandi stað líkamans, þá er engin ástæða til að eyða honum. En ef hann er stór eða til lýta, þá er ekki úr vegi að leita til læknis. Freknur eru ekki annað en óeðlilega mikið litarefni í húðinni og myndast það vegna hinna útfjólubláu geisla sólarinnar. Freknur sjást aldrei á börnum innan við sex ára aldur og eru algengastar hjá Ijóshærðu fólki. Jafnan dregur úr þeim að vetrarlagi. Oft hverfa þær að mestu eftir tvítugt. Vörtur: Það var ekki fyrr en á allra síðustu árum, að vissa fékkst fyrir því, hver er orsök vörtumyndun- ar. Orsökin er vírus, og þess vegna geta vörtur verið smitandi. Ungbörn fá stundum vissa tegund af vörtum, en þær eiga sér ekki lang- an aldur, misjafnan þó eftir einstakl- ingum. Vörtur þessar á að láta í friði. Þær hverfa á sínum tíma af sjálfu sér. Hárvöxtur: Hárvexti er aðeins hægt að eyða fyrir fullt og allt með rafmagnsnál, svo vel sé. Röntgen- geislar eru reyndar áhrifaríkir í þessu sambandi, en þeir eru skaðlegir heil- brigðum vefjum líkamans og geta or- sakað ný lýti. Sólbruni: Allir ættu að forðast að sólbrenna. Talið er að sólbruni sé or- sök húðkrabba margra bænda, sjó- manna og annarra, sem vinna mikið undir beru lofti í miklu sólskini.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.