Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1982, Blaðsíða 7

Æskan - 01.03.1982, Blaðsíða 7
Tyeggja ára píanósnillingur: Undrabam Michelle litla Docio hefur aldrei farið í píanótíma en Þó eru á efnisskrá hennar verk eftir Brahms, auk ann- arra tónskálda. ~~ „Þetta er algjört einsdæmi, ég hef aldrei heyrt um neitt sambærilegt", — segir Ernst Widmer, prófessor Vlð „Federal University School of Music“ í Brasilíu, sem kennt hefur tónlist við skólann í 25 ár. — „Tónlistargáfa hennar er af öðrum heimi og hún hefur alla eiginleika snillingsins, — hún er „séní“, — segir prófessor Wid- mer- — „Tíminn mun skera úr um hvort hún verður undrabarn á borð við Mozart", — segir hann ennfremur. Móðir Michelle, Simone Tereza Docio, er píanókenn- ari að atvinnu og hún varð þrumu lostin er barnið settist Vlð píanóið einn góðan veðurdag, og byrjaði að spila.— „Eg hef aldrei kennt henni nótu og eitt kvöldið byrjaði hún að spila kafla úr verki eftir Tchaikovsky", — segir móðirin og bætir því við að hugsanlega hafi stúlkan ómeðvitað lært að spila á meðan hún hlustaði á móður sína leiðbeina nemendum í píanóleik. Engu síður þykir snilli Michelle litlu með ólíkindum og á tónleikum, sem hún hefur haldið víða í heimalandi sínu að undanförnu, hefur hún leikið svo listilega að fólk tárast. Qfóðrinum. Hér voru líka blóm: blá, gul, hvít o. s. frv. Blómin þóttu hafmeyjunni fögur. Hún tók blóm og bragðaði á því. Bragðið þótti henni ekki gott. ..Hæ! Þú étur blóm. Hver ert þú?“ spurði mannsbarn, sem kom hlaupandi. ..Ég heiti Snör,;‘ svaraði litla hafmeyjan. ..Þú ættir að heita Trítla," sagði barnið. ,,Þú hefur svo skrítið göngulag. Þú trítlar. Áttu ekki skó?“ ..Viltu ís? spurði drengurinn, og gekk til lítillar sölu- búðar. Snör þakkaði þótt hún vissi ekki hvað hann átti við. Hafmeyjunni þótti ísinn voðalega kaldur. Hún fékk Qæsahúð um allan kroppinn og fór að hósta. „Ertu góð að synda?“ spurði strákurinn. ..Sæmileg," svaraði Snör yfirlætislaust. ,,Ég ætla ekki að synda að þessu sinni. Ég fer upp í bæinn. Ég þakka ber fyrir matinn." ..ís er ekki matur,“ kallaði drengurinn á eftir henni. 1 bænum sá Snör margt manna. Fólkið var í sumar- kiasðum. Húsin voru há, og blóm í gluggur ''agnar fóru Um göturnar án þess að nokkur æki þeim. Ferfættar verur komu hlaupandi. Þvílíkt hafði Snör aldrei áður séó. Hafmeyjan horfði undrandi augum á allt er hún sá. Snör fann indælan matarilm leggja að vitum sér. Hann kom út um dyr húss nokkurs. Nú fann hún til sultar. Hún Var sársvöng. Maður gekk inn í húsið. Er hann kom út aftur, var hann að tyggja eitthvað. Hann hélt á einhverju 1 hendinni, sem hann beit í. Það fæst matur í húsi þessu, bugsaði hafmeyjan og gekk inn. ,.Get ég fengið einn af þessum?“ sagði Snör og benti á brauðsnúða.“ „Hefurðu peninga?" spurði brauðbúðardaman. ,,Nei, svaraði Snör. ,,En ég er svo afar svöng." Afgreiðslustúlkan var góð. Hún gaf Snör fullan bréf- poka af snúðum. í húsinu við hlið brauðbúóarinnar varskóverslun. Snör þótti skór skrítnari en allt annað, sem mennirnir báru utan á sér. Þaó væri gaman að eiga skó. Þarna voru indælir skór með rauðu hnýti og bláir skór með spennum. Snör fór inn í skóbúóina. Stór maður kom til hennar og mælti: ,,Hvað viljið þér fá í dag, litla ungfrú?" ,,Æ,“ sagði Snör. ,,Mig langartil þess að fá skó. Ég hef aldrei átt skó áður.“ Þegar verslunarmaðurinn heyrði þetta vildi hann gjarnan gleðja litlu ,,stúlkuna“, og gaf henni rauða skó, er hún sjálf valdi. Hafmeyjan var glöð er hún trítlaði út. Þá var dagur að kvöldi kominn. Snör áleit best að komast heim fyrir myrkur. Hún flýtti för sinni til strandar, fór úr kjólnum og lagði hann á steininn. Svo tók hún af sér skóna, hélt á þeim í hendinni og óð út f sjóinn. Hún mælti hátt: ,,Nú óska ég þess að komast heim aftur." Þess var ekki langt að bíða að hún kæmist niður á sjávarbotn. Þar biðu stallsystur hennar. Þær höfðu óttast | um Snör. Þær komu með sporðinn hennar. Hún setti hann á sig þegar í stað. Þá sýndi hún þeim fallegu skóna, og sagði þeim að því búnu, frá öllu því, er hún hafði séð uppi hjá mönnunum. Hafmeyjunum þótti afar gaman að ferðasögu hennar. Þær létu hana segja söguna aftur og aftur. Svo j skemmtilega ferðasögu höfðu hafmeyjarnar aldrei heyrt fyrr. LITLA HAFMEYJAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.