Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1982, Blaðsíða 20

Æskan - 01.03.1982, Blaðsíða 20
Krummasögur Sumir eru þeirrar skoðunar, aö hrafninn sé alira fugla vitrastur. Hann er talinn forspár og veit margt, sem mönnum er hulið. Hann launar gott með góðu. Varar vini sína við hættum og hefur stundum bjargað lífi manna, aö því er fornar sagnir herma. Krummar hafa með sér þing á hausti hverju — haustþing eða ,,hrafnaþing". Sumir segja að þeir haldi og vorþing. Á haustþingum skipa þeir sér niður á bæi, tveir og tveir, ,,karl og kona". En nú getur viljað til, að ekki verði jafnmargir karlhrafnar og kvenhrafnar á ein- hverju haustþinginu, og segir þá sag- an, að krummarnir veitist allir að hin- um staka, að þinglokum og ráði hann af dögum. Hrafnar þeir, sem taka sér vetur- setu á bæjum eða eru ,,settir þar nið- ur“ á haustþingum, eru kallaðir „bæjarhrafnar" eða ,,heimahrafnar". Þegar krummar eru sestir um kyrrt að haustinu, vilja þeir vera einir um hit- una og flæma á brott alla flækings- hrafna, er slangra milli bæja, hafa ekki komið á haustþing og ekki verið ráðstafað, samkvæmt hrafna-lögum. Bæjarhrafnar eru kallaðir mjög reglusamir í háttum. Þegar dimma tekur fara þeir ,,í rúmið", fljúga frá bænum í bæli sín eða hæli, en eru uppi fyrir allar aldir að morgni. Þeir eru mathákar hinir mestu og svengir ákaflega, er á nóttina líður. Hverfa undir eins og birtir heim að bænum í von um, að einhverju hafi þá verið út varpað matarkyns. Það þykir ekki einleikið, ef til krumma sést eða heyrist um nætur, og var ekki trútt um, að menn ætluðu, aó þar væru á ferð illir andar í hrafns- líki. Voru þeir kallaðir ,,nátthrafnar" og þóttu slæmir gestir. Krummi er hnýsinn og forvitinn og veróur margs vísari, því að ,,víða flýg- ur hrafn yfir grund". Stundum gerast hrafnar mjög „óðamála" og krunka í sífellu heima við bæi. Eru þeir þá að segja frá því sem þeir hafa heyrt eða séð í síðustu ferðinni. Það er kallað, aó krummi segi fréttir eða greini frá tíðindum. Krummi er hefnigjarn og slægvitur og launar illt með illu. Komi það fyrir, til dæmis að vorlagi, meðan fannir sjatna og ísa leysir, að krummi vindi sér heim á „bæinn sinn" (þar sem vel hefur verið til hans gert) með asa og þrálátu krunki, þykir sjálfsagt að hann sé að gera viðvart um það, að eitthvað af skepnum bóndans sé í hættu, kind eða trippi farið ofan í skurð eða keldu eða orðið ósjálfbjarga með öðrum hætti. Hins vegar er sagt, að hann láti sér ekki títt um slíkar aðvaranir, ef illa hefur verið að honum búið um veturinn. Krummasögur þær, sem nú verða sagðar, eru hafðar eftir gömlum manni húnvetnskum, er andaðist um aldamótin síðustu. I. Fátækur bóndi einn norðlenskur var hinn mesti dýravinur. Og hann hafði sérstakar mætur á krumma. Kunni vel að meta vitsmuni hans, gamansemi og glettni. Varaðist að gera neitt það, er honum mætti til angurs verða eða gæti metið til fjandskapar við sig. Bóndi þessi gætti þess vandlega, að „bæjarhrafnarnir" (hjónin) hefðu ávallt nóg fyrir sig að leggja að vetr- inum. Gaf hann þeim skófir, brauð- skorpur og annað ætilegt, það er til féll á heimilinu og lét ávallt á sama stað. Hann ávarpaði krumma sína vingjarnlega og bað heimafólk sitt að gera þeim ekki ónæði að óþörfu, hrekkja þá eða hvekkja. Það stóð ekki á því, að hrafnarnir launuðu bóndanum fyrir sig, og kom það greinilega í Ijós er voraði. Eins og allir vita, hafa hrafnar og kjóar það til að ráðast á nýfædd lömb og drepa þau, ef þeir geta. Og þeim tekst það oft, einkum ef lömbin fæð- ast í hrakviðrum og komast ekki þegar á spenann. Þá er svo ber við, verða þau ósjaldan hröfnum að bráð. — Ég fullyrði, sagði hinn aldraði maður, sem þetta er eftir haft, að bóndi sá, sem hér um ræðir, hafi aldrei misst lamb með þessum hætti. Og hann varð þess var þrásinnis, að heimahrafnarnir lögðu beinlínis til or- ustu við aðra hrafna, sem gerst höfðu nærgöngulir við ær hans um sauðburðinn. Hann kvaðst ekki vita, hvernig krumma-hjónin hefðu farið að því, aö þekkja ær bónda úr öðru fé, en svo hefði verið að sjá, sem þeim yrði ekki skotaskuld úr því. Og víst væri um það, að lömb nágrannanna hefðu ekki verið varin. II. Krummi er hálfgerður hrekkjalóm- ur, ertinn og stríðinn að eðlisfari. Hundar og hrafnar eru sjaldan vinir og hafa í frammi ýfingar og áreitni hvorir við aðra. Oftar var það þó svo, fannst mér, segir heimildarmaðurinn, að krumm- arnir áttu upptökin að ýfingunum. Nú stóð svo á, að bæjarhröfnunum hafði orðið sérstaklega uppsigað við fjárhundinn á bænum, ágætisrakka, móstrútóttan. Þeir höfðu orðið af aeti eða bráó af hans völdum og reyndu að ergja hann með ýmsu móti. — Sú saga er þannig: 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.