Æskan - 01.03.1982, Blaðsíða 13
ÆVINTYRI ROBINSONS KRUSÓ
Púöurtunnur. Þar að auki tók hann töluvert með sér af
fatnaói.
Þegar hann nú auk alls þessa hafði borið hundinn og
kettina með sér út á flekann, þá tók hann sér ár í hönd og
reri flekanum frá skipinu. Allar horfur voru á því,
að honum mundi heppnast að koma sínum dýra farmi að
lendi heilu og höldnu, en þó mátti hann vita, að ekki
Óurfti nema lítið vindkast til að svipta hann aftur öllu
Þessu, sem honum þótti nú vera sér ómissandi. Hann
færðist nú nær og nær landi, en flekann bar þó lengra
norður en hann vildi.
Loksins sá hann víkurhvarf inn í ströndina og mynd-
eðist það af árósi nokkrum. Falliö bar inn í víkina, og
Þugsaði Róbínson sér til hreyfings, að hér væri hentug
'andtaka og gott að skipa upp flekafarminn.
En er flekann bar upp í ármynnið, þá rakst fremri
Þrúnin á honum upp á klett, svo hann reistist á rönd, og lá
v'ð sjálft að Róbínson missti hér auðlegð sína. Tók
hann þá það fangaráð, að hann hafði ystu kistuna fyrir
bakspyrnu og stjakaði af alefli til að koma flekanum af
grunni. En áreynsla hans var öll fyrir gíg, og það var ekki
fyrr en að svo sem hálfri stundu liðinni, að flekinn komst
á flot aftur með aófallinu. Eftir það reri hann áleiðis með
gætni og komst loksins að landi. Þá var Róbínson sár-
feginn. Hann fórnaði höndum til himins og lofaði drottin
hárri röddu fyrir það, að hann hafði náðarsamlega gefið
honum föng í hendur til að draga fram lífið enn þá nokkra
stund.
Róbínson réð það af að láta flekann liggja kyrran,
þangað til aftur yrði fjara, en fara á meðan upp á fell
nokkurt allhátt, sem var þar í nánd, til þess að skyggnast
um. Tók hann með sér byssu og gekk upp á fellsgnípuna,
en er þangað kom, varð honum heldur en ekki felmt við,
því að hann sá, að hann var á ey staddur úti í hafi, og
grillti hvergi til meginlandsins. Hann sá aðeins tvær litlar
eyjar langt í burtu.
13