Æskan - 01.03.1982, Blaðsíða 22
Ég veit af eigin reynslu hve óþreyjufullir þið,
ungir lesendur Æskunnar, bíðið þess nú aó veröa
fullorðnir. Ég veit einnig hve mjög ungir drengir
öfunda þá pilta sem komnir eru á fimmtánda ár, og
telpurnar þær stúlkur sem eru orónar hálfs átjánda
árs. Ég veit líka aö þó aö þiö viljió sem allra fyr t
verða fullorðin þá dreymir ykkur oftar um að geta
sem fyrst fengió þroska foreldra ykkar en aó flýta
ykkur í sveit hinna öldruðu sem er nú skipuð ömm-
um ykkar og öfum. En þiö vitið þó fullvel aö eftir aö
þiö eruð búin aö vera fullorðin í mörg ár eigið þið
eftir aö veröa öldruö, ef þió veróið ekki fyrir neinum
slysum. Þegar til þess kemur að þiö náiö 67 ára
aldri þá eru liöin öll ykkar æsku- og manndómsár
og vió tekur síöasti kafli ævibrautar ykkar, elliárin.
Og nú langar mig til aö segja ykkur eitt, sem ég veit
ekki hvort ykkur er Ijóst, en þaö er þetta:
Á Hagstofu íslands hefur þaö veriö reiknað út aö
meóaltal ólifaös æviskeiðs 67 ára íslendinga sé hjá
körlum 14.4 ár en konum 16.6 ár, álíka langt árabil
og þaö sem líöur frá fæöingu ykkar og þangaö til
þiö eruð næstum oröin fulloróin. Þiö skuluð einnig
minnast þess að þó aö þiö bíðið nú óþreyjufull eftir
því aö veröa fullorðin þá er þaö nákvæmlega sama
klukkan sem mælir tíma ykkar sjálfra, foreldra ykk-
ar og afa og ömmu. Því getur enginn breytt. Ykkur
liggur þess vegna ekkert á. Þió komist hvorki fyrr
né síðar til fulloröinsáranna en tíminn afmarkar
ykkur.
Vegna þessa skiptir ykkur mestu aö reyna strax
aö njóta þess besta sem öll skeið ævinnar geta veitt
ykkur, undirbúnings þess aö veröa fullorðin,
manndómsáranna og aö lokum þeirra mörgu sem
munu líða eftir aö þiö eruö orðin öldruö.
RAUÐI
KROSS
ÍSLANDS
Sigurður Magnússon: GÓÐ LIÐVEISLA — LÖNG ÆVI
22