Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1982, Blaðsíða 10

Æskan - 01.03.1982, Blaðsíða 10
gff'l ''Mwl'llltib ÆVINTÝRI RÓSU brúni drengurinn lá hreyfingarlaus eins og óttaslegin mús. Nú haföi Ben hönd á steini einum allstórum, sem hann hóf á loft og kastaöi, svo aö hann kom niður og þá vaknaði hinn vöröurinn einnig. Báöir spruttu á fætur og hlupu í þá átt, sem steinninn haföi komið til jaröar. Þá spratt Ben upp eins og tígrisdýr og skaust eins og örskot aö flagginu, greip þaö eldsnöggt, hljóp síðan aö ofurlitl- um fjallstoppi þarna í grennd og renndi sér svo niður hlíðina. Hann heyröi heróp ræningjanna eins og dauft bergmál. Hann hafði meitt sig ofurlítiö, en hélt áfram að hlaupa niður eftir grýttum stígnum. Þessi leið var dálítiö lengri, en ræningjarnir myndu ekki veita honum eftirför alla leiö niöur aö þorpinu, þeir vissu, aö þar myndi lögreglunni aö mæta. Þaö lá þung refsing viö því aö ræna útlendinga, og þaö vissu þeir. . . En Ben lítli var ekki öruggur enn. Hann skalf allur þegar hann heyrði skothvell aö baki sér, og þegar hann leit til baka sá hann tvo skugga á ferö í fjallshlíðinni, þar sem hann var sjálfur staddur. Hann vissi, að þaö rann á einhvers staöar í nánd, og hann nam staðar eitt andartak og hlustaöi. Jú, hann heyrði niö hennar. Hann klifraði yfir nokkra kletta og þá sá hann ána. Hann fleygði sér í hana og lét berast meö straumnum. En nú varö fáninn votur, en þaö dugöi ekki aö hugsa um þaö. Nú heyrði hann öskur ofan úr fjallinu, og hann sá einn ræningjann miöa byssunni. Hann stakk sér á kaf og hélt sér nokkra stund undir yfirborói vatnsins, og eftir litla stund komst hann í hvarf viö bakkann, og litlu síóar skreiö hann á land og smaug síöan inn í þétt skógarkjarr. — Nú skaut ræninginn, en Ben læddist hljóölaust gegn- um kjarrið og komst aö vörmu spori aftur á stíginn. Eftir hálfa klukkustund myndi hann veröa kominn niður í þorpið, en þá þurfti hann ekkert aö óttast. — En hvaö var nú þetta? Rétt í því, aö Ben ætlaði aö renna sér niður bratta brekku, kom í Ijós skeggjað andlit. ,,Jæja, litli ræningi," sagöi þessi óvelkomni gestur, og um leið var gripið hraustlega í treyjukraga hans. Ben braust um og gat losað sig, en flaggið varöveitti hann innan á sér. Eftir nokkrar sekúndur var hann aftur laus og hljóp þá eins og fætur toguðu niöur hlíðina og áfram yfir sléttuna framnundan. Maöurinn veitti honum eftirför, og nú barðist Ben fyrir lífi sínu, og af því aö hann var liðugur eins og köttur og þar aó auki fljótur að hlaupa, dró nú nokkuö sundur meö honum og ræningj- anum. En nú varö hann aö nema staðar, viö fætur hans lá breiöur og djúpur skurður. Hann mældi fjarlægöina með augunum. Jú, hann varð að hætta á aö stökkva. Hann náöi yfir, þaö var hreint og beint kraftaverk. Kjarrið var nú orðið gisnara og því ekki eins mikil hindrun. Hann gat hlaupið viö fót. Það leið óðum aö sólarupprás, og nú var hann kominn á sléttuna utan við þorpiö og var nú væntanlega úr allri hættu. Forman og Lewis áttu mjög annríkt viö aö reyna að bjarga því sem bjargað varö af náttúrugripum sínum, en mikið af þeim var gjörónýtt eftir aöfarir Alis og félaga hans. Til allrar hamingju voru allar teikningar þeirra fé- laga óskemmdar, en þaö var sorglegt meö gamla fánann. Þaó hefði þótt mikill fengur heima í Englandi, ef hann hefði komist þangað. En nú var leiöangri þeirra lokiö hér og gott var aö hugsa til heimferðarinnar og losna við hitann hér og alla erfiöleikana. ,,Hver er þar?“ spurði Forman og leit upp. Lítill drengur, nálega örmagna af þreytu kom inn meö dálítinn böggul undir hendinni. ,,Er þetta Ben?" sagði Forman. ,,Ég vissi ekkert, hvaö var oröiö af honum. Hvar hefur nú litli ræninginn okkar verið?" En Ben var svo þreyttur að hann hneig á gólfiö. Lewis hljóp til hans. „Forman" kallaði hann. „Drengurinn er með flaggiö okkar. Gamla flaggiö, sem okkur var svo dýrmætt. . Þegar Ben sagöi þeim síöar frá öllu því, sem viö hafði boriö í feröinni, Ijómaði brúna andlitiö hans eins og of- urlítil sól. ,,Bara ofurlítil þökk frá litla Ben," sagði hann. ,,Þökk fyrir þaó aö þiö björguðuð mér úr höndunum á Ali." „Þennan dreng skulum viö taka aö okkur," sagöi For- man. Og þeir geröu alvöru úr því. Þ^tt^úniorskU; 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.