Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1982, Blaðsíða 18

Æskan - 01.04.1982, Blaðsíða 18
^0) Sunnarhattarnir prír Þessi saga gerist á baðmuilarekru. Þar var mikil mergð baðmullarjurta, svo sem geta má nærri, og hét sú Björg, sem hér verður einkum sagt frá, og átti hún mörg systkini, bræður og systur. Árla morguns dag nokkurn opnaði Björg baðmullarjurt grænu augun sín og fór að skima í kringum sig. Allar hinar baómullarjurtirnar voru enn í fasta svefni, en einhver var vaknaður, á því gat ekki verið nokkur minnsti vafi, því að kliöur barst að eyrum hennar, eins og einhverjir væru að tala saman í nokkurri fjarlægð. Og Björg litla baðmullarjurt tyllti sér á tá og horfði yfir systkinin sín sofandi. Og þá kom hún auga á þrjá vini sína. Einn þeirra var skrautbúinn mjög, í gulln- um klæðum — enda var það sólar- geisli og nefndist Bjartur. Annar var í gráum fötum og var þó prýðisfallegur. Það var dálítill regndropi og hét Úði. Og loks var hún Gola litla, í skraut- lausum, en snotrum kjól, sem minnti á blaktandi tjöld. Hann var svo Ijós, að hann var í rauninni vart sýnilegur. — Hvað ertu gamall? — Sjö ára. — Það er ómögulegt. Svona óhreinn getur maður ekki orðið á aðeins sjö árum. Björg baðmullarjurt sá þegar, að eitthvað amaði að. Bjartur var eins dauflegur og sólargeisli getur orðið, Gola hristi höfuðið í sífellu og Úði var með tárin í augunum. ,,Hvað er að?‘‘ spurði Björg baðm- ullarjurt. ,,Ég get ekki unnið verk mitt svo í lagi sé,“ sagði Bjartur. ,,Ég reyni að verma jurtirnar og trén, svo að þau geti verið hlý og þurr, en þá kemur Úöi og vætir þau og Gola blæs á þau, svo að allt, sem ég geri, er til ónýtis." ,,Allt er mér svo erfitt," sagði Úði. ,,Ég vökva jurtirnar og trén og svo kemur Bjartur og skín á þau og þar næst kemur Gola og skilur þau eftir skrælþurr." ,,En ég,“ sagði Gola, ,,geri engar kröfur, nema að fá að lyfta mér á kreik og leika við blómin og trjáblöðin — og samt amast Bjartur og Úði við mér.“ „Hvað þið eruð barnaleg," sagði Björg baðmullarjurt. ,,Vitiö þið ekki, að blómin og trén þurfa á ykkur að halda? Þau þurfa Bjart til þess að færa sér birtu og yl, Úða til þess að gefa sér nóg vatn og Golu til þess að leika sér við. Nei, þið þurfið ekki að vera að amstrast út af þessu. Þið eigið að búa saman í sátt og samlyndi." Bjartur leit á Úða og Úði á Bjart og svo litu þeir báðir á Golu — og hún varð dálítið glettnisleg, eins og henni er eðlilegast að vera. Og svo fóru þau öll að hlæja og tókust í hendur og fóru að dansa kringum Björgu baðm- ullarjurt. „Þakka þér fyrir ráðlegginguna, Björg baðmullarjurt," sögðu þau. ,,En að okkur skyldi ekki geta dottið þetta í hug sjálfum?" ,,Hvað getum við gert fyrir Björgu baðmullarjurt?" sagöi Bjartur allt í — Er þetta boltinn þinn? — Brotnaði rúðan? — Nei. — Já, þetta er boltinn minn. einu og hætti að dansa. ,,Við skulum gefa henni eitthvað." ,,Það skulum við gera,“ sagði Úði. ,,[ hvað langar þig mest, heillin?" sagði Gola. ,,Ó," sagði Björg baðmullarjurt, ,,mig langar mest af öllu í fallegan sumarhatt." ,,Þú skalt fá hann," sögðu þau og hurfu á brott þegar í stað. Síðar þá um daginn kom dálítill froskur með smákassa, sem grasstrái hafði verið brugðið utan um. Kassinn var merktur. Á dálitlu hvítu vatnalilju- blaði, sem á honum var, stóð: Til Bjargar baðmullarjurtar með innilegri kveðju frá Björg baðmullarjurt opnaði kass- ann og í honum var Ijómandi fallegur hvítur sumarhattur. FRÍMERKJASAFNARAR! Sendið mér 75 eða fleiri notuð ís- lensk frímerki, og þið fáið í skipt' um fjórum sinnum fleiri mismun- andi útlend frímerki. Páll Gunnlaugssom Brekkustíg 31A 230 Ytri-Njarðvík. 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.