Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1982, Blaðsíða 10

Æskan - 01.04.1982, Blaðsíða 10
H. C. Andersen: ( GJAMM Allir fuglarnir ískóginum sátu á trjánum og það var nóg af blöðum á greinunum. Samt kom þeim saman um, að þeir yrðu að fá sér eitt blað í viðbót, það átti að vera verulega gott blað, sams konar blað eins og mennirnir hefðu, já, mennirnir áttu svo mikið af þeim blöðum, að helmingurinn hefði verið miklu meira en nóg. Söngfuglarnir vildu láta gagnrýna sönglistina, hver um sig vildi láta hæla sínum söng og finna að hjá hinum (ef hægt væri), en þeir gátu ekki komið sér saman um neinn óvilhallan dómara. ,,Fugl veröur það að vera," sagði uglan, hún hafði verið kosin fundarstjóri, því að hún var vísindafugl. ,,Það er ekki um önnur dýr að ræða, nema þá ef vera kynni úr sjónum. Þar fljúga fiskarnir alveg eins og fuglarnir í loft- inu, en annað er ekki skylt með þeim. Svo er auðvitað til fjöldinn allur af dýrum á milli fugla og fiska." Þá tók storkurinn til máls og það skrölti í nefinu á honum eins og í hrossabresti. ,,Það eru til skepnur, sem hvorki eru fugl né fiskur," sagði hann. „Þær búa í mýrum og keldum, það eru froskarnir, og þá vil ég kjósa. Þeir eru ákaflega söngelskir, þegar þeir syngja er það einna líkast hljómnum af ótal kirkjuklukkum í skógarkyrrðinni; ég verð altekinn af útþrá, mig kitlar undir vængjum, þegar ég heyri til þeirra." H. C. Andersen. ,,Ég kýs líka froskinn," sagði hegrinn, ,,hann er hvorki fugl né fiskur, en syngur þó eins og fugl og syndir eins og fiskur." ,,Jæja, þetta er sú hliðin, sem að sönglistinni snýr," sagði uglan, ,,en blaðið verður að láta fleira til sín taka, það verður að ræða um allt, sem fagurt er í skóginum. Það verða fleiri að leggja hönd á plóginn, við skulum litast um hver í sínu umhverfi." ,,Froskurinn má ekki verða ritstjóri blaðsins, það er næturgalinn, sem á að verða það," sagði lævirkinn litli og söng svo fagurt og frjálslega. ,,Hættu þessu tísti," sagði uglan og rak upp væl til merkis um það að á fundinum ætti að ríkja ró og regla- ,,Ég þekki næturgalann vel, hann er næturfugl eins og ég. Fuglarnir syngja hver með sínu nefi. Hvorugur okkar á að verða fyrir valinu, því ef svo færi, þá yröi blaðið málgagn höfðingja eða heimspekinga, eða með öðrum orðum yfirstéttarblað, sem hinir voldugu réðu einir yfih það má ekki eiga sér stað, þetta á iíka að veröa alþýðu- blað." Svo var stungið upp á að blaðið skyldi heita ,,Morg- ungjammið" eða ,,Kvöldgjammið", eða blátt áfram ,Gjamm" eins og hljóðið í froskinum, og það varð úr. Blaðið mun bæta úr brýnustu þörf skógarbúa. Bý' 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.