Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1982, Blaðsíða 14

Æskan - 01.04.1982, Blaðsíða 14
'ÆSKAN i83ÁRA LISTIN AÐ SPÁ í SPIL Talið er að spil muni fyrst hafa flust til landsins á 17. öld, og líklegt er að þeim hafi þá þegar fylgt sú trú, að með aðstoð þeirra mætti skyggn- ast inn í framtíðina. En til þess voru hafðar ýmsar aðferðir, og flestar af erlendum toga spunnar. Það var kall- að að ,,spá í spil“, og mun sú list ekki vera aldauða enn hér á landi. Stundum voru hrökin tekin úr spil- unum, þau síðan stokkuð 9 sinnum, og því næst lögð á borð. Fór þá spáin eftir því í hvaða röð spilin komu. Svörtu spilin boðuðu yfirleitt leiðindi, eða eitthvað illt, en rauðu spilin boð- uðu gott fyrir þann, sem verið var að spá fyrir. Hvert spil hafði sína merk- ingu út af fyrir sig, og aðra merkingu í sambandi við næstu spil að framan og aftan í röðinni. Kóngarnir táknuðu t. d. karlmenn, drottningarnar konur, gosarnir unga pilta, en sjöur hugi kvenna. Auk þess táknuðu vissir litir menn, sem líta út á sérstakan hátt. ,,Þeir sem eru rauðlitaðir á hár, þykk- leitir og rjóðir, eru hjarta. Þeir sem eru lítilleitir og Ijósleitir á hár, eru tígull. Þeir sem eru þykkleitir og dökkir á hár, eru spaði. En laufiö táknar lítil- leita menn og hvítleita, hvernig sem háraliturinn er.“ Einfaldasta aðferðin til að spá í spil, er sú, að hvert spil hafi sína merkingu, eins og þessi skrá sýnir: Ás: H. Hún, T. bréf, L. stórgjöf, S. dánarfregn. Tvistur: H. gifting, T. ánægjuefni, L. leyndarmál, S. eitthvað mistekst. Þristur: H. friðsemi, T. nýr vinur, L. ósk manns rætist, S. örðugleikar, en þó ekki miklir. Fjarki: H. geðfelldur atburður, T. ábatasöm verslun, L. fréttir, S. að maður verði fyrir þjófnaði. Fimm: H. óvænt fregn, T. peningar eru í vændum, L. ferð, en ekki löng, S. vesöld eða lasleiki. Sex: H. mikil gæfa er í vændum, T. hamingjuvon, L. gott embætti eða góður hagur, S. slæm tíöindi. Sjö: H. veisla, T. von er á einhverju þægilegu, L. illa ertalað um mann, S. fals og flærð er í vændum. Átta: H. innileg vinátta, T. fyrirætlan eða fyrirtæki gefst vel, L. maður verður fyrir álygum, S. hryggð. Nía: H. heit ást, T. gjöf, en ekki stór, L. langferð, S. öfund. Tía: H. trúr unnusti eða unnusta, T. miklir peningar, L. sorglegur at- buróur, S. sótt eða mikil veikindi. Gosi: H. ungur og laglegur maður leitar ráðahags, T. gleðileg tíðindi, L. tjón af undirferli annars, S. víf- inn maður. Drottning: H. falleg og væn stúlka hefur lagt hug á þig, T. heldri kona gerir þér eitthvað til gagns eða gleði, L. ekkja eða gömul kona, S. óvönduð kona. Kóngur: H. einlægur vinur, T. heldri maður er þér innan handar, L. heimsókn sem ekki var búist við, S. ágjarn maður. Eftir þessu getur svo hvert manns- barn ,,spáð í spil“, og getur orðið að því mikil skemmtun. Spámaðurinn, eða spákonan, tekur heil spil (52) og stokkar þau vel og vandlega. Síðan á sá sem spáð er fyrir, að draga 5 spil úr stokknum. Má svo segja eftir þeim stuttan eða langan spádóm eftir vild, og er þá farið eftir merkingu hvers spils og eins eftir því í hvaða röð þau voru dregin. Til þess að skýra það betur hvernig á að spá, eru hér tekin tvö dæmi í myndum. Fyrra dæmi: Sá, sem spáð skal fyrir, dregur þessi spil og í þessari röð: H9 heit ást —, S3 — erfiðleikar —, TK —• heldri maður er þér innan handar —, L6 — gott embætti eða góður hagur —, H2 — gifting. Úr þessu má svo lesa þennan spádóm: Þú ert ástfang- inn, en horfur eru ekki góðar um að þú fáir stúlkuna, vegna þess að þú þykir óráðinn. En þá kemur einhver heldri maður þér til hjálpar, útvegar þér gott embætti eða góóa atvinnu. Þá er ekkert til fyrirstöðu lengur og þið giftið ykkur. Seinna dæmið: Þar hafa þessi spi( verið dregin: T3 — nýr vinur —, SD — 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.