Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1982, Blaðsíða 38

Æskan - 01.04.1982, Blaðsíða 38
Það hefur áreiðanlega ekki farið framhjá neinum að vinsaelasta íslenska hljómsveit allra tíma, Utangarðs- menn, hætti sl. haust. Síðan hefur aðeins ein hljómsveit komið til greina sem arftaki Utangarðsmanna. Það er auðvitað ,,detroit"rokkhljómsveitin EGÓ. Stofnendur Egós voru: Jói „Motorhead", Þorleifur ,,bassi" og bræðurnir Beggi og Bubbi Morthens. Skömmu fyrir jól fór Egó í sína fyrstu hljómleikaferð um landið. Með í ferðinni var gestagítarleikarinn Ragnar Sigurðsson (áður í Tívolí). Egó vakti gífurlega hrifningu fyrir líflegt bárujárnsrokk af „detroit" gerðinni. Bar þar mest á stórkostlegum söng Bubba, athyglisverðum textum, góðum lögum hans og þéttum trommuleik Jóa. Sumir töluðu um aó Jói stæði sjálfum Magnúsi Stefánssyni þáverandi trommara Bodies skammt að baki hvað trommuleikinn varðaði. Vonlega glottu því ýmsir þegar Magnús leysti Jóa af' Egó í byrjun febrúar. Áður hafði Ragnar horfið af braut vegna veikinda. Brotthlaup Ragnars kom þó ekki að sök þar sem Begga fór ótrúlega hratt fram á gítarnum. Auk þess er Bubbi lipur gítarleikari ef á þarf að halda. Magnús hóf starf sitt með Egó á því að drífa hljóm- sveitina inn í stúdíó. Fyrsta plata Egós ætti þess vegna að birtast á markaðnum fljótlega. Ef platan verður eitthvað i líkingu við hljómleika Egós á Lækjartorgi í febrúar þá er okkur óhætt að hlakka til. Því eins og 3ja ára stelpan sem sat á háhesti á mömmu sinni á hljómleikunum sagði- Þetta er sko frábært! f UMSJÓN JENS GUÐMUNDSSONAR 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.