Æskan

Volume

Æskan - 01.04.1982, Page 38

Æskan - 01.04.1982, Page 38
Það hefur áreiðanlega ekki farið framhjá neinum að vinsaelasta íslenska hljómsveit allra tíma, Utangarðs- menn, hætti sl. haust. Síðan hefur aðeins ein hljómsveit komið til greina sem arftaki Utangarðsmanna. Það er auðvitað ,,detroit"rokkhljómsveitin EGÓ. Stofnendur Egós voru: Jói „Motorhead", Þorleifur ,,bassi" og bræðurnir Beggi og Bubbi Morthens. Skömmu fyrir jól fór Egó í sína fyrstu hljómleikaferð um landið. Með í ferðinni var gestagítarleikarinn Ragnar Sigurðsson (áður í Tívolí). Egó vakti gífurlega hrifningu fyrir líflegt bárujárnsrokk af „detroit" gerðinni. Bar þar mest á stórkostlegum söng Bubba, athyglisverðum textum, góðum lögum hans og þéttum trommuleik Jóa. Sumir töluðu um aó Jói stæði sjálfum Magnúsi Stefánssyni þáverandi trommara Bodies skammt að baki hvað trommuleikinn varðaði. Vonlega glottu því ýmsir þegar Magnús leysti Jóa af' Egó í byrjun febrúar. Áður hafði Ragnar horfið af braut vegna veikinda. Brotthlaup Ragnars kom þó ekki að sök þar sem Begga fór ótrúlega hratt fram á gítarnum. Auk þess er Bubbi lipur gítarleikari ef á þarf að halda. Magnús hóf starf sitt með Egó á því að drífa hljóm- sveitina inn í stúdíó. Fyrsta plata Egós ætti þess vegna að birtast á markaðnum fljótlega. Ef platan verður eitthvað i líkingu við hljómleika Egós á Lækjartorgi í febrúar þá er okkur óhætt að hlakka til. Því eins og 3ja ára stelpan sem sat á háhesti á mömmu sinni á hljómleikunum sagði- Þetta er sko frábært! f UMSJÓN JENS GUÐMUNDSSONAR 34

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.