Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1982, Blaðsíða 4

Æskan - 01.04.1982, Blaðsíða 4
Teddi bangsi og vinur hans horfa á frænda sinn stjórna söngfuglakór úti í sveit. Á þessari mynd má sjá tvo héra og tvær kanínur í felum ef þú athugar myndina vel. anum og fóru meö hann heim til sín, og þar lokaði Giorgios hann inni í gripahúsi. Jafnhliðasendi Brestskýrslu um fundinn til Riviére mark- greifa, sem þá var sendiherra Frakka hjá Tyrkjasoldáni. Sendiherrann varð svo hrifinn af lýsingu Brest á lík- neskjunni, að hann afréð að senda þegar einn af starfs- mönnum sínum frá Miklagarði til Milo til þess að semja um kaup á henni. En nú er að segja frá því, að meðan þessu fór fram, komst grískur prestur í spilið. Hann hét Oikonomus og hefur víst verið slægur og áræðinn. Hann þóttist sjá að hann mundi geta komið sér í mjúkinn hjá tyrknesku stjórninni ef hann kæmi í veg fyrir að Frakkar næðu í þetta listaverk. Hann fór því á fund Giorgios og skýrði honum frá því, að þar sem líkneskjan hefði fundist á tyrkneskri grund, þá væri hún eign tyrknesku stjórnar- innar. Ef fréttin um fundinn bærist út, mundi stjórnin að sjálfsögðu leggja hald á líkneskjuna og hverju væri Giorgios þá nær. En ef hann afhenti Frökkum listaverkið mundi hann verða fyrir stórsektum. Með þessu móti hræddi presturinn Giorgios til þess að selja sér lista- verkið fyrir 750 pjastra, og lét hann lofa sér því að segja engum lifandi manni frá þessu. Giorgios þorði ekki ann- að en svíkja Brest. Presturinn fór nú á fund tyrknesku yfirvaldanna til að semja við þau, og afleiðingin varð sú, að tyrkneskt skip var sent til eyjarinnar að sækja líkneskjuna. Vissi Brest ekkert um þetta fyrr en hann sá, að líkneskjubútarnir voru fluttir niður að höfn og farið að búa um þá til útskipunar. Honum brá heldur í brún. Hann fór á fund Giorgios, bað og hafði í hótunum, en það kom fyrir ekki. Nú var eina vonin að sendiherrann í Miklagaröi hefði brugðið fljótt og vel við. Hvað eftir annað gekk Brest út á sjávarklappirnar og horfði vonaraugum út á hafið, hvort þar kæmi ekki franskt skip. Hann sá ekkert. En þaðan sem hann stóð, sá hann verkamenn vera að keppast við að búa um líkn- eskjuna, og það gat ekki liðið á löngu þangað til hún yrði flutt um borð í tyrkneska skipið. Einu sinni þegar Brest gekk upp á klettana, sá hann skip úti í hafi og stefndi það aö landi. Gat það verið að það væri skip hans? Lengi beið hann milli vonar og ótta- Að lokum þekkti hann franska fánann, sem blakti við hún á skipinu. Þá rak Monsieur Brest upp gleðióp og þaut niður í fjöru. Menn vita ógjörla hvað gerðist næst. Monsieur de Marcellus, fulltrúi franska ræðismannsins, sagði síðar að fyrir viturlegar fortölur sínar hefðu tyrknesku yfirvöldin samþykkt að sleppa líkneskjunni. En aðrar sagnir herma, að þetta hafi ekki gengið svo hljóðalaust. Þær segja að flokkur alvopnaðra sjóliða hafi gengiö á land og blátt áfram tekið líkneskjuna meó valdi. Seinna kom líka upP sú saga að handleggirnir hefðu brotnað af líkneskjunni í þeim stimpingum, sem uróu um hana, en engar sann- anir eru fyrir því. Hitt er alkunna að Frakkar fluttu líkn- eskjuna um borð til sín, og síðan var hún flutt til Frakk- lands og sett í Louvrehöllina. í erjunum, sem urðu þarna á eynni, virðist svo sem allii' hafi gleymt þeim feðgunum, Giorgios og Antonio, sem höfðu þó fundið líkneskjuna. Þeir fengu aldrei meira en 550 franka fyrir sinn snúð. í París varð uppi fótur og fit þegar þetta gullfagta listaverk kom þangað. Helstu listfræöingarnir, Percierog Fontaine, hikuðu ekki við að fullyröa að hún væri eftír mesta listamann Grikkja, Praxiteles, sem var uppi um 340 árum fyrir Krist. Líkneskjan var lokuð inni og fengu ekki nema sárafáir að sjá hana, og almenningur varð að 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.