Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1982, Blaðsíða 26

Æskan - 01.04.1982, Blaðsíða 26
SAGAN UM KRISTÓFER KÓLUMBUS 15. Og sama árið í september var nýi leiðangurinn ferðbúinn og Kólumbus lét í haf með 17 skip og 1500 manns og ennfremur hafði hann með sér ýms húsdýr og jurtir. Hann tók nú suðlægari stefnu en í fyrra skiptið og eftir mán- aðar siglingu tók hann land við Litlu-Antillu-eyjar. Næstu daga fann hann fjölda af nýjum eyjum og sigldi svo norður til Haiti til þess að hitta mennina, sem hann hafði skilið eftir í fyrri ferðinni. En þegar þangað kom var virkið eyðilagt og Indíánarnir höfðu strádrepið alla mennina og étið þá. Þarna var því sýnilega ekki hægt að stofna nýlendu svo að Kólumbus hélt áfram til norðurstrandar Haiti og stofnaði þar bæ, sem hann skírði (sabella. 16. Frá ísabella héldu skipin svo áfram til að finna fleiri lönd. Kólumbus kannaði Kúbu en fann ekki suðuroddann og áleit því að þetta væri meginland Indlands. Hann sneri aftur til Haiti en þá var byrjuð uppreisn í nýlendunni hans, út af því að landnemarnir fundu ekki eins mikiö gull og þeir höfðu búist við og af því að þeir urðu að vinna sjálfir. Kólumbus leyfði þeim þá að láta Indíánana vinna hjá sér sem þræla. En nú kom bróðir hans, Bartholomeo með meira lió frá Spáni og varð hann nú nýlendustjóri en Kristófer Kólumbus fór til Spánar til aó sækja fleira fólk. 17. Á Spáni hafði vaknað óánægja yfir því hve lítið hafðist upp úr hinu nýja nýlenduríki, en þó gat Kólumbus farið í þriðju ferð sína vestur í byrjun ársins 1498, með sexskip. í þetta sinn fór hann miklu sunnar en í fyrri feröunum og nú fann hann eyjuna Trinidad og nyrstu hluta Suður-Ameríku, og einhvernveginn fékk hann þá flugu í höfuöið, að þetta nýja land sem hann hafði fundið væri Paradís. 18. Þegar hann kom til Haiti logaði þar allt í uppreisn, og uppreisnarmenn höföu gert Spánarkonungi oró og beðið um hjálp. Sendi hann yfirdómara vestur til að koma friði á. Dómari þessi, Bopadilla hét hann, reyndist sein- heppinn. Hann hrifsaði völdin og lét varpa Kólumbusi og bræðrum hans tveimur í fangelsi og síðan flytja þá til Spánar. En þetta gekk fram af Spánar- konungi. Bopadilla var settur af og nýr floti sendur af stað og Kólumbus með honum. Hann átti að finna sund nokkurt, sem næði inn í miðbik ,,lndlands". — Vald konunganna er mikið, en það er eitt vald, sem er meira. Hvað er það? — Það, það ... er... er. — Já, láttu mig heyra! — Ásinn. Skrýtlur. Eiríkur litli biður kvöldbænina sína og kallar hátt: — Góði guð vertu nú góður o9 gefðu mér nýtt hjól! Móðirin: Þú þarft ekki að hrópa svona hátt — Guð er ekki heyrnar- sljór. Eiríkur litli: Nei, en pabbi heyrirsvo illa. 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.