Æskan - 01.02.1985, Síða 5
o
Sara Stcfánsdóttir.
— Tóku einhverjar vinkonur þín-
ar þátt í keppninni?
„Já, þessar tvær sem sögðu að ég
ætti sigurmöguleika. Þær voru í hóp-
keppninni og kölluðu sig Svart og
hvítt.“
— Hvað fékkstu í verðlaun?
„Ég fékk fataúttekt, tvær hljóm-
plötur, bikar og gullpening með nafn-
inu mínu.“
— Ætlarðu að taka þátt í næstu
keppni sem verður haldin?
„Sennilega. Ég og önnur stelpa
erum farnar að æfa rneð Svörtu og
hvítu og ætlum að keppa í Tónabæ á
næstunni.“
- Ætlarðu að verða danskennari í
frarr.tíðinni?
„Ég veit það ekki. Ég er ekki búin
að ákveða það.“
— I hvaða skóla ertu?
„5. bekk Melaskóla.“
— Er gott félagslíf þar?
„Það er lítið ennþá. Það batnar
þegar við förum í 6. bekk. En krakk-
arnir í skólanum eru skemmtilegir og
það kemur að sumu leyti í staðinn
fyrir félagsstarfið.“
— Að lokum. Hvaða hljómsveit
helduröu mest upp á?
„Duran Duran - alveg tvímæla-
laust!“
Mcð Lukku í sjó við Noreg.
Scnd.: Victoría Rán Ólafsdóttir, Svanshóli, Strandasýslu.
VEISTU——
■■HHHSVARIÐ?
1. Hvcr íslcnskra skákmanna hlaut
fyrstur stórmeistaratitil?
2. Hvað er ein sjómíla löng?
3. í hvaða sýslu er: a) Hvítserkur? b)
Dyrhólaey? c) Skrúður?
4. Hve breitt er Eyrarsund þar sem það
cr mjóst?
5. Hvaða einkennisstaf hafa bifreiðar
frá Bolungarvík?
6. Risakengúra, sem nær sjö feta hæð,
er aðeins einn þumlungur þegar hún
fæðist. Hvað merkir orðið Kengúra?
7. Hvcr á Islandsmct í kúluvarpi?
8. Hvcr þýddi bókina Margs konar
dagar?
9. Hverjir flytja lagið „Þúsund sinnum
segðu já“?
10. The Miracle heitir stærsti klcttur
hcimsins. Hann vegur 12000 tonn!
Hvar stendur hann?
11. Eftir hvern er bókin Himnaríki fauk
ekki um koll?
12. Hverjar cru elstu inenjar norrænnar
tungu?
13. Hvernig eru blóm lyfjagrassins lit?
14. Hverjir skipa hljómsveitina WHAM!?
15. Hvaða íslenskur knattspyrnumaður
hefur ráðið sig til enska liðsins Sheffi-
eld Wednesday?
16. Hverjir sungu lagið Ebony and
Ivory?
17. í hvaða sýslu er: a) Skálholt? b) Hól-
ar í Hjaltadal? c) Þingeyrar?
18. Hver er forsætisráðherra á Indlandi?
19. Hvcr er Þjóðleikhússtjóri?
20. Hver samdi sögurnar um Línu lang-
sokk?
Smælki
— Það er komið auðvitað alveg und-
ir því hve lieitt þér elskið hana!
Görnul kona kom til hundasala og
keypti af honum lítinn kjölturakka.
Er hún hafði greitt fyrir hundinn
spurði hún til frekara öryggis:
„Er hann tryggur, greyið?“
„Hvort hann er! Ég er búinn að
selja hann fimm sinnunt og alltaf
kemur hann aftur til mín.“ ^
ÆSKAN 5
i