Æskan

Volume

Æskan - 01.02.1985, Page 6

Æskan - 01.02.1985, Page 6
oo Barnaútuarp Ein milljón barna og fullorðinna hlustar á þau Þau Tanja, 13 ára, og Jesper, 14 ára, eru þulir í Barnaútvarpinu á rás 3 í danska ríkisútvarpinu. Barnaútvarp- ið hefur verið á dagskrá í rúmt ár. Það er sent út fjórum sinnum í viku á einum besta útsendingartímanum frá kl. 16—17. Hlustendakönnun, sem gerð hefur verið, sýnir að rúmlega ein milljón barna og fullorðinna hlustar á þáttinn. Barnaútvarpið býður upp á bland- aða dagskrá: tónlist, viðtöl, stutt innskot um ýmis efni og fréttir. Dag- skráin er undirbúin af fullorðnum og textinn saminn af þeim en börnin lesa hann. Tanja hefur verið þulur síðan í maí í fyrra. Hún segir: „Bekkjarsystir mín skrifaði til útvarpsins og sótti um að fá að verða þulur. Henni var boð- ið að koma í „prufuupptöku“ og ég fór með henni. En svo vildu þeir líka prófa mig - og þó að ég flissaði mikið í upptökunni var ég ráðin.“ Jesper hefur verið þulur í Barna- útvarpinu frá því að það tók til starfa. Hann hefur hugsað sér að taka sér hvíld á næstunni. „Það er æðislega gaman að vera þulur,“ segir hann „en það er aldrei frí.“ Þulirnir lesa allan texta, eins og áður hefur komið fram, en einnig velja þeir lög sem leikin eru. Helm- ingur þáttarins fer í tónlist. „Það er eiginlega nóg fyrir okkur að velja tónlistina. Stjórnendurnir semja lagakynningar en ef okkur finnst þeir skrifa eitthvert rugl breytum við text- anum eins og við viljum hafa hann,“ segja þau Tanja og Jesper. „Auk þess tökum við viðtal við þriðju- dagsgestinn svokallaða. Við stjórn- um viðtalinu en það er alltaf einhver illlil; llii ó/ESKAN

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.