Æskan

Volume

Æskan - 01.02.1985, Page 7

Æskan - 01.02.1985, Page 7
í Danmörku fullorðinn við ef við finnum ekki nógu margar spurningar (þátturinn er í beinni útsendingu).“ Tanja segist alveg geta hugsað sér að taka meiri þátt í dagskrárgerðinni en hún gerir. „En við getum ekki staðið í þvf á meðan við erum í skóla,“ bætir hún við. Fullorðnir geta líka lært af börnum Fjórir menn á „pabbaaldrinum“ sjá um og bera ábyrgð á Barna- útvarpinu. Þeir segja að þeir láti þul- ina alltaf mæta klukkustund fyrir út- sendingu svo að þeir geti slakað á og skoðað handritin í rólegheitunum. „Börnin mega ekki vera það spennt að þularstarfið verði lýjandi fyrir þau,“ bæta þeir við. Sérfróðir aðilar um málefni barna koma í þáttinn við og við og svara fyrirspurnum. Símatími er einu sinni í viku þar sem börn geta komið skoð- unum sínum og óskum á framfæri. Sagðar eru fréttir af börnum og stjórnendur Barnaútvarpsins halda fundi með hópi barna þegar þeir koma því við. „Af þessu má sjá að börnin hafa mjög mikil áhrif á þátta- gerðina,“ segja stjórnendurnir. Á næstunni verður fjallað um börn á Norðurlöndum í Barnaútvarpinu. 12 ára börn í Noregi, Svíþjóð, Dan- mörku, Finnlandi og íslandi verða fengin til að lýsa landi sínu og þjóð. Það ætti að gefa nokkuð sanna mynd af því hvað börnum finnst nauðsyn- legt að segja öðrum um þjóð sína. Tanja og Jesper telja að börn eigi jafnmikinn rétt á því að láta í ljós skoðanir sínar í útvarp og fullorðna fólkið. „Hver veit nema fullorðna fólkið geti lært jafnmikið af okkur og við af því,“ segja þau að lokum. (Úr „Lyt til bórn") __________________J ÆSKAN 7

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.