Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.02.1985, Qupperneq 8

Æskan - 01.02.1985, Qupperneq 8
ao EINBEITNI „Pabbi!“ „Já,“ svarar pabbi lágt. „Veistu hvað?“ „Nei, hvað er það?“ „Ég á að fá að keppa í innan- hússmótinu á laugardaginn. Ég er í liðinu.“ Pabbi lítur á mig og brosir góðlát- lega. „Jæja, vinur, það er gaman fyrir þig.“ „Ætlar þú ekki að koma að horfa á?“ „Ég er ekki viss um að ég geti það. Ég þarf líklega að vinna alla helgina.“ Ég horfi á pabba, hálfvonsvikinn. Ég hafði vonast til að hann myndi koma að horfa á þegar ég keppti í fyrsta skipti. Og það meira að segja í Laugardalshöllinni. En við því er ekkert að gera. En víst hefði verið gaman ef hann hefði getað komið. Og þá myndi ég, svei mér, taka hressilega á. Þegar strákar fara að keppa í fyrsta skipti í fótbolta kemst fátt ann- að að í huga þeirra sólarhringana á undan. Á föstudagskvöldið á ég, sem yfirleitt sofna um leið og ég leggst á koddann, í erfiðleikum með að sofna. Ég hugsa um leikina á morg- un. Fyrst verða þrír leikir í riðlunum, á móti Þrótti, Fram og Víking. Ef við vinnum þá komumst við í úrslit. Ég er í ÍR og þjálfarinn sagði á síðustu æfingu að með smáheppni ættum við góða möguleika á sigri. Ég ímynda mér að Laugardalshöllin sé troðfull af áhorfendum. Ég sé með boltann á okkar vallarhelmingi og allt í einu taki ég á rás með hann. Ég leiki af örskotshraða yfir miðju. Leiki á einn andstæðing og svo annan og þá er ég kominn að vítateignum. Þar er fyrir stór sláni, miklu stærri en ég og ég leik snilldarlega á hann. Sendi bolt- ann milli fóta hans og þá er ég kom- inn á auðan sjó og skora. Allt ætlar um koll að keyra í Höllinni. Ég sofna vært frá þessum ljúfu hugsunum og vakna ekki fyrr en farið er að nálgast hádegi daginn eftir. Ég á að hitta félagana eftir klukkutíma. Við strákarnir förum allir með sama strætó niður í Laugardalshöll. Við eigum allir heima í Breiðholtinu og því er hægur vandinn að efla sam- stöðuna. Þjállarinn kemur ekki í strætó. Hann á bíl og við eigum að hitta hann í anddyri Laugardalshall- arinnar. Og har.n er þar á réttum tíma eins og vera ber. í búningsklefanum fyrir leikinn klæðum við okkur í búningana og þjálfarinn gefur okkur fyrirmæli um hvernig við eigum að spila. „Bjössi,“ segir hann við mig. „Vertu aftastur og passaðu vel að enginn sé fyrir aftan þig. Þá skora þeir auðveldlega.“ Ég hlusta á þjálfarann með mikilli athygli og hugsa með mér að ég verði að standa mig. Þó að það sé mest gaman að skora mörkin þá eru góðir varnarmenn mikilvægir leikmenn í knattspyrnuliði. Við hlaupum inn á völlinn í fyrsta leikinn og til að gera langa sögu stutta þá vinnum við alla leikina í riðlakeppninni. Það munar reyndar ekki miklu á móti Fram en þó nógu miklu því að við vinnum með 3 mörkum gegn 2. Og þá er bara eftir að spila úrslitaleikinn. I úrslitaleiknum mætum við Vals- mönnum. Þeir unnu þetta mót í fyrra og ætla sér greinilega að endurtaka 8 ÆSKAN

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.