Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1985, Síða 9

Æskan - 01.02.1985, Síða 9
o þann leik. Og þeir telja okkur auö- sigraða andstæðinga. Einhver í okk- ar liði heyrði einn þeirra segja að leikurinn við okkur væri bara forms- atriði. En ekki erum við á sama máli og engan veginn er þetta áreynslu- laust formsatriði. Eg finn þegar líða tekur að úrslita- Ieiknum að ég er orðinn býsna þreyttur. Fæturnir eru að verða hálf- þungir og ég hugsa með mér að þetta verði erfiður leikur. En hann verðum við að vinna. Við byrjum með boltann og hefj- um ieikinn rólega. Þjálfarinn hafði sagt að við ættum að vera varkárir í byrjun og halda boltanum. En reyna svo snöggar sóknir. Þetta kallast að „svæfa“ andstæðingana segir hann. En það tekst ekki alltof vel. Snemma í leiknum er ég með knöttinn nálægt miðju og ætla að senda á einn félaga minn. En þá er einn Valsmaðurinn allt í einu kom- inn með boltann. Eg lengst til vinstri en hann nálægt miðju. Og leið hans að markinu er greið. Þeir skora. Og ekki líst mér á blikuna. Var þetta mér að kenna? Var þetta mér að kenna? Þessi spurning gerist mjög áleitin. Líklega hef ég verið fullkæru- laus og ekki vandað mig nægilega. Við byrjum aftur með boltann og Svenni er með hann og ætlar að senda aftur á mig. Ég tek boltann og sendi hann rakleiðis aftur á Svenna sem reynir að leika á einn Valsmann- inn. En það er ekki jafnauðvelt og hann álítur. Hann missir boltann og ég er einn á móti Valsmanni sem sólar mig og skorar aftur. Og skömmu síðar er kominn hálfleikur. Og staðan 0:2. „Þú ert ljóti sauðurinn, Bjössi,“ segir Svenni. „Fyrst gefur þú þeim boltann og svo læturðu sóla þig upp úr skónum. Ertu alveg búinn, drengur?“ „Nei,“ svara ég ævareiður. „En þú hefðir alveg getað sleppt þessari sýn- ingu áðan.“ Eftir þessi orðaskipti grípur þjálf- arinn fram í fyrir okkur Svenna. „Við skulum bara leggja okkur alla fram í seinni hálfleik. Þá getum við kannski unnið.“ Við göngum inn á völlinn ákveðnir í að leggja okkur alla fram. Á leið- inni út á gólfið verður mér litið í áttina að áhorfendum. Og þar sé ég mann sem ég þekki. Það er pabbi. Pabbi er kominn og þá verðum við að sigra, hugsa ég með mér. Það hleypur í mig mikill fítonskraftur. Við verðum að vinna. Þegar leikurinn er nýbyrjaður aft- ur er einn andstæðinganna með bolt- ann nálægt okkar vítateig. Ég ákveð að ráðast að honum og reyna að ná í boltann. Og ég nálgast hann og hon- um fipast og ég veit ekki fyrr en ég er kominn á fulla ferð upp völlinn og kemst einn í gegn og skora. Við þurf- um bara að skora eitt enn og þá er jafnt. Valsmenn byrja og reyna að kom- ast í gegnum vörnina hjá okkur. Svenni er alltaf að reyna að trufla þá og allt í einu uppgötva ég að hann hefur náð boltanum. Ég hleyp af stað á fullri ferð og allt í einu sé ég bolt- ann rétt fyrir framan fæturna á mér og allir Valsmennirnir fyrir aftan mig. Góð sending þetta hjá Svenna og við búnir að jafna. Enn byrja Valsmennirnir með boltann. Þeir hafa aldrei verið ákveðnari í að vinna okkur en núna. Þeir leika vel á vörn okkar og eiga gott skot að marki, en boltinn lendir í stönginni og hrekkur til mín. Þá sé ég að Svenni er kominn á fulla ferð og ég sendi háa sendingu fram völl- inn. Og viti menn! Svenni skorar. Staðan er 3—2. Við getum unnið þá, hugsa ég með mér og um leið verður mér hugsað til pabba. Ég verð að vinna fyrir pabba. Ég einbeiti mér að því. Og það tekst. Þrátt fyrir ákveðnar tilraunir andstæðinganna til að leika á okkur tekst það ekki. Við vinnum 3-2. Við erum meistar- ar. Og það hafðist þegar við Svenni hættum að rífast og fórum að ein- beita okkur að því að vinna saman. Og kannski líka af því að ég vildi vinna fyrir pabba. Sveinn S. Helgason Marie Karlsson, N. Ádalsvágen 33, 881 00 Sollefteá, Sverige. Aldur 12— 20 ára. Er sjálf 14 ára. Áhugamál: Fótbolti, tónlist og dýr. Skrifar ensku og sænsku. Helena Forstand, Fallbrátsg. 7, 65469 Karlstad, Sverige. 12—13 ára. Johanna Ellström, Vintjárn P. L 4294, 79023 Svárdsjó, Sverige. 11 ára. Áhugamál: Dýr, sund og lestur. Eftirlætis-tónlistarmenn: Alphaville, Michael Jackson og Twist sisters. Freddie Petersson, Ramels Vág 131, 213 69 Malmö, Sverige. 8 ára. Áhugamál: Frímerki og bréfaskipti. Maria Bergstond, Eddavágen 13B, 63353 Eskilstuna, Sverige. 13—16 ára. Maria Alsen, Nybyggarv. 6, 86400 Matfors, Sverige. 15 ára. Áhugamál: Dans, sund og tónlist. Vill skrifa stelpum og strákum. Anna Hedin, Överlotsv. 7, S-955 00 Ráneá, Sverige. 14 ára strákar og stelpur. Áhugamál: Bréfaskipti, teiknun, dýr og tónlist. Skrifar á ensku og sænsku. Ása Svensson, Körsbársvágen 13B, 510 45 Sparsör, Sverige. Strákar og stelpur 10-14 ára. Sara Fredriksson, Spinnare v. 26, 240 17 S. Sandby, Sverige. 7—10 ára. Er sjálf 10 ára. Maria Holm, PL 6151,42700 Billdal, Sverige. 13 ára. Cecilia Wallin, Trollbáksv. 5, 740 22 Bálinge, Sverige. 14-16ára. Ersjálf 14 ára. Jessica Panke, Tángrevsvágen 13A, 30239 Halmstad, Sverige. 12 ára. Anna Theliu, Drottninggatan 246, 252 33 Helsingborg, Sverige. 13—15 ára. Áhugamál: Tennis, dans, tón- list, strákar og hestar (á einn). Fredrik Melin, Storgatan 91, 33100 Várnamo, Sverige. 10 ára. Lotta Westberg, Vaktelgatan 13, S- 431 33 Mölndal, Sverige. Er 14 ára. Aldur pennavina skiptir engu máli. Skrifar á ensku og sænsku. Áhuga- mál: Tónlist, fótbolti og lestur bóka. Elisabeth Carlsson, PL. 4298 Nybyv, S-94200 Álvsbyn, Sverige. 13—18 ára. Er sjálf 14 ára. ÆSKAN 9 L

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.