Æskan

Årgang

Æskan - 01.02.1985, Side 11

Æskan - 01.02.1985, Side 11
// o Eiríksson, og áttu þau 5 börn, 2 dæt- ur og 3 syni. Árið 1948 fluttu þau í Mosfellssveitina og áttu heima þar í 9 ár. Þá fluttu þau aftur til Reykjavík- ur, í lítið hús á Starhaganum. Amma og afi unnu bæði úti á þess- um árum. Amma vann t. d. í versl- un, á hinum og þessum hótelum við kaffiveitingar o. fl., í samsölunni og bakaríum. Afi var hins vegar verk- stjóri hjá Hitaveitu Reyjavíkur á jarðborum. Amma er nú ekkja og á enn heima í Reykjavík. Hún hefur ferðast mikið um landið okkar. Árið 1977 fór önn- ur okkar systranna með henni, afa og frænda okkar í hringferð kringum landið og var hún bæði skemmtileg og mjög minnisstæð. Að lokum spurðum við svo ömmu: Er þér ekki eitthvað alveg sérstak- lega minnisstætt frá bernskuárum þínum? „Jú. Frostaveturinn mikli 1918. Þá bjó ég á Akureyri í pósthúsinu sem jafnframt var leikhús bæjarins og var númer 66 við Hafnarstræti, og var nú ekkert allt of hlýtt í því húsi frekar en öðrum. Og þá lagði allan Eyjafjörð og ísinn \,ir svo þykkur að mörg skipanna frusu föst og meðal þeirra var gamli. góði Gullfoss. Það var gengið á ísnum um borð í skipin og í land.“ . 1 næsta blaði birtist viðtal við föðurömmu stelpnanna. Til þátttakenda í Gagnvegaverkefninu Við þökkum ykkur kærlega fyrir góðar undirtektir og skemmtileg við- töl. Þau hafa öll sérstakt gildi - eink- um fyrir það að enginn segir ævisögu aðalpersónunnar eins vel og hún sjálf gerir. Viðtölin eru valin af handahófi til birtingar hverju sinni. Enn eiga mörg þeirra eftir að birtast. Biðin getur því orðið dálítið löng fyrir þá sem verða síðastir í röðinni. Vonum við að þeir sýni þolinmæði. Við endurtökum þakkir okkar og vonum að birting viðtalanna veiti ykkur ánægju og ykkur verði sómi af. Gagnveganefnd. Nafn: Unnur Valborg Hilmarsdóttir Fæðingardagur og ár: 16. 6. 1973 Stjörnumerki: Tvíburi Skóli: 5. ÁV Árbæjarskóla Bestu vinir: Aníta og Berta Áhugamál: Fimleikar EFTIRLÆTIS: -íþróttamaður: Enginn sérstakur -popptónlistarmaður: George Michael -leikari: Sigurður Sigurjónsson -rithöfundur: Andrés Indriðason -sjónvarpsþáttur: Dýrasta djásnið -útvarpsþáttur: Frístund á rás 2 -matur: Kjúklingapottréttur. -eftirmatur: Is -dýr: Hamstur -bílategund: Range Rover -liturinn: Grár -námsgrein í skólanum: Reikningur Leiðinlegasta námsgreinin: Danska Besti dagur vikunnar: Þriðjudagur Leiðinlegasti dagurinn: Fimmtu- dagur Bestu kostir vina: Skilningsríkir og geta tekið gríni Leiðinlegast í fari vina: Þegar þeir geta ekki tekið gríni Háttatími: Milli kl. 10—11. Vakna kl. 7 á morgnana Það land sem mig langar mest til að heimsækja: Bandaríkin Það sem mig langar að verða: Lýta- læknir Draumamaðurinn: Hann á að vera ljóshærður með blá augu og auð- vitað skemmtilegur. Nafn: Júlíus Atlason Fæðingardagur og ár: 18. 12. 1975 Stjörnumerki: Bogmaður Skóli: 3. KÞ Árbæjarskóla Bestu vinir: Vilhjálmur, Lárus og Daníel Áhugamál: Fótbolti, handbolti og skíði EFTIRLÆTIS: -íþróttamaður: Ásgeir Sigurvinsson og Kristján Arason -popptónlistarmaður: Michael Jackson -leikari: Þórhallur Sigurðssn (Laddi) -rithöfundur: Enid Blyton -sjónvarpsþáttur: Skonrokk -útvarpsþáttur: Morgunþátturinn á rás 2 -matur: Nautasteik -eftirmatur: ís -dýr: Páfagaukur -bílategund: Porche -liturinn: Blár -námsgrein í skólanum: Leikfimi Leiðinlegasta námsgreinin: Ritæfing- ar Besti dagur vikunnar: Sunnudagur Leiðinlegasti dagurinn: Fimmtudagur Bestu kostir vina: Hressir og skemmtilegir Leiðinlegast í fari vina: Þegar þeir eru með læti, eru að slást og svo- leiðis Háttatími: Kl. 10. Ég vakna kl. 9 Það land sem mig langar mest til að heimsækja: Bandaríkin Það sem mig langar mest til að verða: Flugmaður Draumakonan: Ég get ekki lýst henni. Það verður bara að skýrast síðar. ___________________________________J ÆSKAN 11

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.