Æskan

Volume

Æskan - 01.02.1985, Page 16

Æskan - 01.02.1985, Page 16
áo Það hló ekki nokkur maður... — Er ekki stundum erfitt að vera skemmtikraftur? „Jú. Stundum þarf ég að skemmta á tveim til þrem stöðum santa kvöld og þá er mikið atriði að vera vel upplagður. Aðeins einu sinni hefur allt farið út um þúfur hjá mér. Þá vorum við Þorgeir Ástvaldsson að skemmta á samkomu hjá átthagafé- lagi Bolvíkinga. Hvernig sem við reyndum tókst okkur ekki að fá nokkurn mann til að hlæja eða , ,AUtetf langað að leika að treysta á neinn annan og stendur og fellur með sjálfum sér.“ - Kemurðu alltaf fram í sama gervinu? „Nei, þau eru mörg. Ég hef verið í kvenmannsgervi, einnig sem verka- maður í vinnugalla með sixpensara, og svo hef ég komið fram sem Bjössi bolla en það hefur verið aðallega á fjölskyldu- og barnaskemmtunum. Bjössi er einkum ætlaður börnum.“ - Semurðu alit skemmtiefnið sjálfur? „Já, meirihlutann. Ég fletti gömlum blöðum niðri á Landsbóka- safni í leit að bröndurum, skrifa síð- an hjá mér ef ég heyri eitthvað fynd- ið hjá félögunum og legg mér sér- kennilegt fólk á minni. Ég reyni oft- ast að aðlaga skemmtiefnið þeim hópi sem hlýðir á það hverju sinni. Það vekur mikla kátínu þegar ég heimfæri brandarana upp á einhverja sem allir í salnum þekkja. Ég er allt- af með eitthvað nýtt í hvert sinn sem ég skemmti því að ég get aldrei vitað hvort einhver í salnum hefur áður heyrt efnið hjá mér. Ég vil bæta við þetta að ég fæ oft hugmyndir að efni þegar ég fer í sundlaugarnar. Þá slappar maður svo vel af og gott er að íhuga ýmislegt. Ég reyni að komast í sund á hverjum degi.“ — Hefurðu verið í leiklistarskóla? „Já, ég var í leiklist hjá Ævari Kvaran í þrjá vetur og hafði bæði gagn og gaman af. Ég hóf síðan prentnám og ætlaði eftir það í Leiklistarskóla íslands. Ég lauk prentnáminu en ekkert varð úr frek- ara leiklistarnámi. Ég trúlofaði mig, eignaðist barn og tíminn fór allur í að sjá fyrir mér og mínum.“ - Varstu prakkari í æsku? „Já, maður var alltaf að vekja á sér athygli og vildi verða númer eitt. Ég ólst upp í Laugarneshverfinu og þar gerðist margt skemmtilegt. Ég var stundum að skemmta krökkunum með því að herma eftir kennurunum og þannig reyndi maður að komast í álit hjá bekknum. Sennilega var ég að breiða yfir dálitla feimni í mér. Ég náði henni svo úr mér hjá Ævari Kvaran.“ 16 ÆSKAN

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.