Æskan - 01.02.1985, Qupperneq 26
óo
BLAEYGÐIR STRAKAR OG
SKEMMTILEGAR STELPUR
Á þessari síðu birtum við síðustu
bréfin sem komið hafa með lýsingum
á draumaprinsum og -prinsessum.
Við getum ekki tekið við fieiri
bréfum að sinni en hver veit nema við
gerum það síðar. Þá látum við ykkur
vita. Við þökkum þeim sem þegar
hafa skrifað okkur.
Stelpurnar segja:
Draumaprinsinn minn á að vera
svarthærður, bláeygður, meðalhár,
ekki feitur, góður og skiiningsríkur,
hreinskilinn og ekki merkilegur með
sig.
Tina.
Prinsinn okkar á að vera með
hrafnsvart hár og gul augu. Hann á
að vera góður í bridds og þykja gul-
rætur góðar. Hann á að vera ríkur
bóndi.
Tvær hressar á Akureyri.
Mig langar til að lýsa draumaprins-
inum mínum. Hann er Ijóshærður,
bláeygður, hjartahlýr, frekar vel efn-
um búinn, stundar íþróttir og hjálpar
mér við heimilisstörfin. Hann er
herðabreiður og frekar sterkur.
11 ára stelpa á Akureyri.
Minn prins er dökkhærður með
blá augu, skemmtilegur, skilningsrík-
ur og hjálpar mér við húsverkin.
Hann er ekki með stæla.
7662-0393.
Prinsinn okkar er með ljóst hár,
blá augu og vel vaxinn. Hann er
skilningsríkur og milljónamæringur.
Hann vinnur ekki mikið úti.
Guðbjörg Sigríður Guðbrands-
dóttir,
Judith Amalía Guðmunds-
dóttir, Búðardal.
Draumaprinsinn minn er Ijóshærð-
ur og með blá augu, skapgóður og
snyrtilegur. Ekki sakar að hann sé
prentari.
Hjördís 9 ára.
Prinsinn minn er bláeygður, fín-
gerður, helst ekki fótalangur, grann-
ur, vel menntaður og í góðri vinnu.
Hann er ekki loðinn á bringunni og
má ekki fá skalla fljótt eða grátt hár.
Hann reykir hvorki né drekkur og á
svolítið af peningum, þó ekki of mik-
ið. Prinsinn hjálpar mér við heim-
ilisstörfin og gerir flest af því sem ég
biö hann um. Draumurinn er að við
búum í einbýlishúsi og eigunt góðan
bíl. Dísa.
Prinsinn minn á að vera sætur,
góður, skilningsríkur og mátulega
efnaður. Hann á að vera með blá
augu, svarthærður eða Ijóshærður og
duglegur að vinna.
10 ára janúarstelpa úr
Húnavatnssýslu.
Strákarnir segja:
Ég er með prinsessuna mína á
hreinu. Hún er dökkhærð með brún
augu og vel vaxin. Hún er kurteis og
blaðrar ekki mikið.
Óli Sveinn, 8 ára.
Draumaprinsessan mín á að vera
lagleg, ljóshærð, bláeygð og
skemmtileg. Hún á helst að vera dá-
lítið yngri en ég.
Bless, bless,
Kiddi.
Draumadísin mín er í sama bekk
og ég. Ég þori ekki að segja hvað
hún heitir. Hún er ofsalega falleg,
dökkhærð með grænblá augu, falleg-
ar hvítar tennur, dugleg að læra,
stundar fimleika og er mjög eftirsótt
af strákum. Ég vona að hún verði
konan mín þegar við eldumst. Ég vil
enga aðra.
11 ára strákur í Reykjavík.
26 ÆSKAN